AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 31

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 31
Seljavallalaug. við skiljum sem Ijótt, einnig háð gildismati og tíðar- anda. Þannig birtisthugmyndafræði Evrópu 18. aldar í barok-garði Sólkonungsins, þar sem himinn og jörð fléttuðust saman í eitt allsherjarkerfi, einvaldinum til dýrðar. Hugmyndafræði Asíu, sama tímaskeiðs, birtist sem algjör andstæða í görðum japanska aðalsins. Þar var lögmál náttúrunnar allsráðandi og gangur sólar og mána virkjaður til að kasta skuggum eða varpa speglun af vatnsfleti á sem blæbrigðaríkastan hátt. Þegar fjallað er um mannvirki og náttúru er algengt að vitnað sé í tvö hugtök: ANDSTÆÐUR og SAM- RÆMI. Bæði orðin fela í sér ákveðna og meðvitaða afstöðu til sambands byggingar og náttúru, þótt merking þeirra sé gagnstæð. í byggingarlistinni hafa ofangreind hugtök, andstæðurog samræmi, allatið verið virkur þáttur. Samkvæmt klassískri byggingarhefð er það höfuð- atriði að byggingin, hinn manngerði hlutur, myndi skýra andstæðu við náttúruna, en reyni ekki að líkja eftir henni eða renna saman við hana í eina heild. Þó þannig að land og bygging kallist á. Öðru máli gegnir um gotneska byggingarhefð og einnig hefðbundna austurlenska byggingararfleifð. Þar er áherslan lögð á samruna sem skyldleika byggingar og náttúru. í nútímabyggingarlist má finna dæmi um bæði þessi viðhorf. Bandaríski arkitektinn Frank Lloyd Wright hélt því fram að byggingin ætti að vaxa út úr náttúrunni og mynda samgróna heild með umhverfi sínu. í verk- um sínum leitaðist hann við að afmá skörp skil milli ytra og innra rýmis, - milli þess manngerða og þess náttúrlega. í þessu sambandi talaði hann um „organ- íska” eða lífræna byggingarlist. Ólíkt Frank Lloyd Wright aðhylltist fransk-svissneski arkitektinn Le Corbusier hið „klassíska” viðhorf um byggingu og náttúru sem tvær andstæður. Hann leit á bygginguna sem afsprengi rökhugsunar manns- ins.þar sem rúmfræði og hlutföll skiptu höfuðmáli. Fyrirmynda leitaði hann í tæknivæðingu þess tíma, samgöngutækjum eins og flugvéium og farþega- skipum, þar sem upplifun mannsins á náttúrunni fólst í því að vera áhorfandi fremur en þátttakandi. 29

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.