AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Qupperneq 41

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Qupperneq 41
HÓTEL OG GISTIHEIMILI Á ÍSLANDI Með vaxandi fjölda ferðamanna er ferðaþjónusta á íslandi bráðum að verða búin að slíta barnsskónum og nauðsynlegt er að huga að þáttum sem betur mega fara. Margir gestir, sem koma til landsins, hafa haft á orði að hótel á íslandi geri ekki nema rétt standa undir lágmarkskröfum. Hverju er hér um að kenna og hvað er til ráða varðandi úrbæt- ur ? Uppbygging gistiþjónustunnarí landinu líður talsvert fyrir að ekki hefur verið mörkuð nein heildarstefna í ferðaþjónustunni, hvorki af opinberum aðilum né greininni sjálfri. Samgönguráðherra hefur skipað vinnuhóp til að vinna að þessu en sá hópur hefur ekki skilað áliti þegar þetta er skrifað. Þannig hefur markaðslögmálið fengið óheft að ráða og eins og gengur þá vill það gjarnan kosta einhverja peninga að láta markaðinn ráða, peninga sem jafnlítið efna- hagskerfi og ísland hefur tæpast efni á. Hvað snertir opinber afskipti af greininni, þá eru þau næsta lítil. Þó er visst eftirlit framkvæmt af byggingar- fulltrúa, heilbrigðisfulltrúa og öryggiseftirliti. Þessir aðilar tryggja ákveðinn lágmarksstaðal. Staðal sem ekkert hefur að gera með gæði þjónustunnar eða smekkleika bygginganna. Gestirnir geta hins vegar verið nokkuð öruggir um að byggingin hrynur ekki, það eru ekki rottur í eldhúsinu og neyðarútgangar eru til staðar. Það er hins vegar sami lágmarksstaðall- inn, sama hvort gististaðurinn er gistiheimili í sveit eða hótel í borg. Það sem er á einum stað eru miklar kröfur en á öðrum of litlar. Því er nauðsynlegt að upp komi staðall, þar sem einhver mælistika er sett á gæði og eiginleika þeirrar þjónustu og þess aðbúnaðar sem gestir á hótelum á íslandi fá. BYGGINGARNAR Lítum fyrst á þann mun sem er á hóteli og gistiheimili samkvæmt reglugerð nr. 288 frá 1987. Það sem skilur a milli er tvennt. Annars vegar að á hóteli skulu her- bergi vera með fullbúinni snyrtingu, þ.e. með baðkeri eða sturtu ásamt salerni og handlaug. Undanþágu má veita fyrir hluta herbergja, þó ekki fleiri en fjórð- ungi. Handlaug skal vera í hverju herbergi og minnst ein snyrting fyrir hverja sex gesti á gistihæð. Her- bergin skulu vera jafnstór bæði á hótelum og gisti- heimilum, einsmannsherbergi 7 m2 og tveggja manna 12 m2 Hitt atriðið er að gestamóttaka á hótelum sé opin allan sólarhringinn, en á gistiheimilum er einungis gerð krafa um næturvörslu. Bæði þessi atriði lúta beint að þjónustu við gesti og eru nokkuð augljós. Þrátt fyrir þessa skilgreiningu eru engin ákvæði um að einungis þeir aðilar sem uppfylla skilyrðin megi kalla sig í samræmi við það. Þetta hefur leitt til þess að miðlungs gistiheimili eru kölluð Hótel þetta eða Hótel hitt. Eitt gleggsta dæmið eru Edduhótelin sem að stofni til eru heimavistir barnaskóla og í allt of mörgum tilfellum berandi talsverðan keim af þeim ennþá. Það er rétt að taka það fram að Eddukeðjan hefurveriðómissandi þátturí uppbyggingu íslenskr- ar ferðaþjónustu og án hennar væri varla komið eins langt og raun ber vitni. Forsvarsmenn keðjunnar hafa einnig kappkostað að stuðla að endurnýjun gistirýma í eins háum gæðaflokki og hægt er á hverjum stað. Það hlýtur að vera mönnum Ijóst að það er betra að vera gott gistiheimili en lélegt hótel. Dæmi um vel heppnaða markaðssetningu er að kalla t.d. gistiþjón- ustuna við Hrauneyjar Hálendismiðstöð frekar en hótel. Af hverju er þetta svo? Nokkrum atriðum er um að kenna. Árstíðasveiflan er mjög skörp og nýting því mjög mismunandi eftir árstíðum og staðsetningu. í könnunum sem Gunnar Karlsson hefur gert fyrir Sam- tök veitinga- og gistihúsa kemur fram, að hótel á höf- uðborgarsvæðinu eru með þokkalega nýtingu frá apríl til september en á landsbyggðinni er það bara júní til ágúst og tæplega það. Því hefur verið talsvert rætt um að komin sé offjárfesting í hótelum, greinar skrifaðar og með tölfræðilegum gögnum sýnt fram á 39 ÞORLEIFUR Þ. JÓNSSON / ÞÓRDÍS PÁLSDÓTTIR HÓTELREKSTRARFRÆÐINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.