AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 53

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 53
„WELCOME TO ICELAND"! aö er afar skemmtilegt og fróðlegt að vera samferða erlendum ferðamönnum á leið til landsins. í aðflugi í góðu skyggni yfir eldbrunnu Reykjanesinu má þegar heyra og sjá viðbrögðin yfir tungllandslaginu. Ekki er laust við að „sönn- um íslendingi" þyki nokkuð til um þegar gleði- og undrunarhljóð heyrast. Ekki er síður fróðlegt að heyra fyrstu viðbrögð sem koma fram á leiðinni til Reykjavíkur. Við heimamenn horfum sjálfsagt nokkuð öðrum og gagnrýnni augum á áður hversdagslegt landslagið undir þessum kringumstæðum, að ekki sé talað um ummerki okkar sjálfra í náttúr- unni, sem erlendir ferðamenn meta svo mikils. Við skulum nú renna í heimreiðina frá Leifsstöð til Reykjavíkur og setja okkur í spor erlendra ferðarmanna, sem eru að sjá landið í fyrsta sinn og spyrja okkur sjálf nokkurra krefjandi spurn- inga á leiðinni: Segja má að allra fyrsta upplifunin sé ekki beinlínis tilþrifamikil fyrir augað, enda eiga margir nóg með að súpa hveljur hér I hvassri norðanáttinni, sem oftar en ekki eru fyrstu móttökurnar. Hefði mátt staðsetja t.d. „Regnbogann" beint framan við útganginn í stað þess að láta hann bera svona í Þotuhreiðrið frá Leifsstöð séð? 51

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.