AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 59

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 59
H jördís Sigurgísladótfir. Sigríður Ólafsdóttir. Erla Sólveig Óskarsdóttir. Védís Jónsdóttir. % Manfreð Vilhjálmsson. Gunnar Magnússson. Guðjón Bjarnason. Valgerður Guðlaugsdóttir. Anna María Sveinbjörnsdóltir. Unnur Halldórsdóttir. snagaformiö“,og meö þessu á ég viö aö einhver ann- ar hlutur, sem ekki er snagi, er notaöur sem snagi, vegna samlíkingar við snagaformið. Myndhverf- ingarnar sem menn kjósa sér má ennfremur skipta niður í tvær kategóríur. Annars vegar þeir sem velja sér náttúruform og hins vegar þeir sem notfæra sér aðra manngerða hluti. Snagaformið, eins og við ímyndum okkur það, nokk- urs konar krókur sem vísar upp á við, býður upp á samlíkingu við króklega hluti í náttúrunni. Nokkrir nota horn sem mótív í sína snaga, eins og Sigþrúður Páls- dóttir sem notar hrútshorn. „Starkaður" Tinnu Gunn- arsdóttur er járnafsteypa af hvaltönn, en nafnið er dulin tilvísun í hinn nafntogaóa hönnuð Phillip Stark. Snagi Þorsteins Geirharðssonar, „5“, er gerður úr fimm krókum sem rennt er inn í sívalning úr ryðfríu stáli og verður eins og krumla sem býður fram þjón- ustu sína. Þeir Guðjón Bjarnason og Ástþór Ragnars- son gæla við hugmyndina um typpi sem snaga, og Stefán G. Karlsson hefur útbúið „snaga fyrir munn“, sem er eins og brjóst með geirvörtu. Allmargar hugmyndir ganga út á það að gefa kunn- uglegum hlutum nýtt hlutverk, þ.e.snagalegt hlutverk. Þessi leið gefur færi á óvæntum og skemmtilegum útúrsnúningum. Manfreð Vilhjálmsson útbýr herðatré á smekklegan hátt sem snaga; á öðrum stað skeytir hann saman klósettstatívi og tennisbolta. Músagildra Unnar Halldórsdóttur er ekki árennileg en gegnir áreiðanlega sínu hlutverki ef maður gætir að puttun- um. Dagur Hilmarsson skiptir út snaga fyrir stólbak.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.