AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Qupperneq 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Qupperneq 62
Rýmismynd. Fjarvíddarmynd fró hreyfikerfi. þar sem verðmætin verða varanlegri fyrir ríki, sveitar- félög og einstaklinga. Þrátt fyrir að sumar vistfræði- legar lausnir séu ekki eins aðkallandi á íslandi og víða erlendis, þá eru málefni eins og flokkun á sorpi, endurvinnsla efna, notkun umhverfisvænna efna, að- skilnaður frárennslis í „grátt" og „svart" og mögu- leikinn á að nota sólarljós til upphitunar vissulega allt saman mikilvæg málefni. Því er nauðsynlegt að vistfræðilegar lausnir geti orðið hluti af arkitektúrnum. í afstöðunni til sameiginlegra rýma er gengið út frá fullyrðingunni um að íslendingurinn sé einbúi í eðli sínu og verði í flestum tilvikum að fá að hafa allt sitt skýrt skilgreint og afmarkað. f fáum orðum sagt er ætlunin að tillagan endurspegli breytileikann í sam- félagi íslands framtíðarinnar og endurskilgreini fyrir- bærið félagslegt kerfi á þá lund að félagslegt kerfi sé kerfi sem uppfylli sérþarfir. Grundvöllur úrlausnarinnar byggist á þrískiptingunni: burðarkerfi, ganga/lagnakerfi og íbúðareiningu. Burðarkerfið er staðlað kerfi súlna og burðarbita sem auðvelt er að laga að mismunandi lóðum og er fær- anlegt milli staða. Aðveita og fráveita fylgja göngu- brautum. íbúðareiningar eru byggðar upp af léttum sjálfberandi einingum, sem bæði máfjöldaframleiða og flytja á staðinn til innsetningar, eða byggja inn í burðargrindina á staðnum. Hin hefðbundna lóð er ekki lengur til sem sllk. í til- lögunni er kosið að útvíkka skilgreininguna á hinni hefðbundnu „lóð“ sem umhverfi sem getur tekið við burðareiningum og rými sem tekur við rýmiseiningum eða íbúðum. Af þessu leiðir að samspil umhverfis og íbúðarþarfar getur af sér afstöðumynd sem er sérstök í hverju tilviki fyrir sig. Að tefla grunnhugmynd tillögunnar um íbúðabyggðina saman við þær hugmyndir sem umhverfið/lóðirnar gefa fæðir af sér afstöðumynd sem er sérstök fyrir hvern stað. Hugmyndir þær sem hér eru settar fram sýna byggð- ina á ákveðnum tímapunkti og á ákveðnu bygginga- stigi. Sýnt er með undirstöðum, tómum, hálftómum og fullum burðareiningum hvað talið er að lóðirnar þoli með góðu móti - I rauninni má segja að hverfi sem þessi geti verið í stöðugri byggingu, uppbygg- ingu og niðurrifi. Hinar 20 Ibúðir tillögunnar eru teikn- aðar inn I þann ramma. í Norðlingaholti, sem hér er sýnt, er skógurinn bakhjarl byggðarinnar og vex að hluta til inn I hana. Skógarbotninn heldur áfram I yfirfærðri mynd I bíla- stæðinu milli súlna I skugga bygginganna. Að sunnanverðu myndar byggðin opið útivistarsvæði I samspili við skógarlund. Þannig tengir manngerður súlnaskógurinn saman skóglendið að norðanverðu og skógarlundinn að sunnanverðu. Gönguleiðir teygja sig út úr gangakerfi bygginganna og enda ýmist úti á hól, niðri við vatn eða liggja gegnum skóg- inn að fyrirhuguðum kjarna Norðlingaholtsskipu- lagsins. Þegar uppbygging hefst er byrjað á að reisa undir- stöður og súlur. Þarríæst hefst bygging lagna- og samgöngukerfis á vegum viðkomandi sveitarfélags. Þannig myndast gangar sem tengja allar burðar- einingarnar saman og stífa af burðarvirkið. Burðar- einingarnar koma ein af annarri, byggðar upp af rör- súlum, ytri grind og gólfagrind, og mynda net rýmis- eininga (3-3-3=27 einingar), sem hugmyndin er að hið opinbera leigi eða láni út til einstaklinga. Burðar- grindin er þannig samsett að auðvelt er að taka hana niður og setja upp annars staðar, og verður hún því 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.