AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 70
(/> C § c 30 m Fyrstu verðlauna tillagan í samkeppni um skipulag reitsins. Líkön af byggingum allra Norðurlandanna á samkeppnisreitnum- Höfundar Alfred Berger og Tina Parkkinen, arkitektar frá Vínarborg. SAMRAÐ OG SAMKEPPNI um sendiráð Norðurlandanna við Tiergarten í Berlín Sú ákvörðun þýsku ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðborg Þýskalands frá Bonn til Berltnar mun hafa gífurleg áhrif á bæói stofnanir og fyrirtæki, t.d. þurfa á annað hundrað sendiráð að koma sér fyrir í Berlín. Þegar þetta var Ijóst ákvað ríkisstjórn íslands og ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna að koma sér upp sameigin- legu sendiráðssvæði. Niðurstaðan varð sú að sam- keppni skyldi haldin um þetta svæði. Fyrirkomulagið sem varð ofan á var það að samkeppnin skyldi haldin í tvennu lagi eða tveimur áföngum og fyrri áfanginn verða samkeppni um skipulag reitsins og fyrirkomu- lag eða hönnun sameiginlegrar byggingar sem hýsa ætti sameiginlega afgreiðslu, þjónustu, sýningarsali og annað fyrir Norðurlöndin fimm. En sú síðari skyldi haldin í hverju Norðurlandanna fyrir sig og þar yrði keppt um sendiráðsbyggingu hvers lands inn I það skipulag sem fengist út úr fyrri samkeppni. Dómnefndin í fyrri hlutanum var skipuð þannig að frá hverju landi komu fulltrúar annars vegar frá arki- tektafélagi og hins vegar frá byggingadeild hvers ríkis fyrir sig. Aukþesskomu frá Berlín skipulagsaðili og ráðherra skipulagsmála í Berlín. Þrettándi maður- inn í nefndinni var hinn vel þekkti arkitekt frá Spáni, Rafael Moneo. Lóðin sem sendiráðin keyptu undir sendiráðin stend- ur við Tiergarten í miðborg Berlínar. Á þessari lóð stóðu fyrir seinni heimsstyrjöldina sendiráð Finnlands og Svíþjóðar. Lóðin er eins og þríhyrningur í laginu, umgirt umferðarþungum götum á tvo vegu og einni húsagötu. Vestan við lóðina eru íbúðarbyggingar sem eru hluti af íbúðarsýningunni sem haldin var fyrir áratug. Sunnan við lóðina eru fyrirhugaðar sendiráðs- og íbúðarbyggingar. Austan við lóðina standa nokkur stakstæð hús en til norðurs opnast síðan út í Tier - garten. Skiladagur í samkeppninni var 8. nóvember 1995. Bárust 222 tillögur. Aðaláhersla dómnefndar var sú að skipulag reitsins félli vel að starfseminni og um- hverfinu. Einnig var lögð áhersla á innra skipulag reitsins, þ.e. möguleika á sjálfstæði sendiráðsbygg- inganna, svo og góða hönnun sameiginlega hússins, svo kallaðs „Felleshus". Mismunur tillagnanna sem 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.