AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 72

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 72
með íslenskt byggingarefni og var leikur að Ijósi sérstaklega skemmtilega útfærður í mörgum til- lögum. Leit dómnefndar var að sérstökum íslensk- um einkennum og er að finna margar skemmtilegar þjóðlegar tilvitnanir í mörgum tillögunum. Á sameiginlegum dómnefndarfundi í Berlín 4. - 5. júní hittust dómnefndirnar fimm frá öllum Norðurlönd- unum með bestu tillögurnar sem þær höfðu valið hver í sínu heimalandi og báru saman tillögurnar á sam- eiginlegu líkani áður en endanleg niðurröðun átti sér stað. Frá íslandi tók dómnefndin með sér tvær tillögur sem lentu í 1. og 2. sæti og eftir að tillögunum hafði verið raðað niður kom í Ijós að höfundur fyrstu verð- launa tillögunnar var Pálmar Kristmundsson og sam- starfsmaður hans, var Gunnar B. Stefánsson. Önnur verðlaun fékk Studio Granda. Þriðju verðlaun fengu Björk Haraldsdóttir og Keeth Brown. Tvær tillögur voru keyptar. Höfundurannarrartillögunnarer Guðni Pálsson og höfundar hinnar tillögunnar eru þau Albína Thordarson, Reynir Sæmundsson og Þorkell Magnússon. Eina tillögu tilnefndi dómnefnd sem athyglisverða tillögu, og er höfundur hennar Guð- mundur Jónsson. í umsögn dómnefndar um þá tillögu sem fékk fyrstu verðlaun segir eftirfarandi: Tillagan byggist á mjög sterkri hugmynd og sannfærandi meðferð efna og forma. Ljós aðalbyggingin við Inner Plaza og dökkt stigahúsið við vatnið hæfa vel skipulagi reitsins að mati dómnefndar. Vesturhlið hússins mætti þó liggja beturað koparveggnum. Tværtegundirnáttúrusteins í andstöðu hvor við aðra virka sannfærandi í samspili við koparvegginn. Meðferð dagsljóss er mjög ákveð- in. Eftirtektarverðar eru Ijóðrænar útfærslur glugga í forsal og stigahúsi, sem nýta skemmtilega möguleika tjarnarinnar fyrir utan. Hugmynd á gólfi ássins með hvalbeini í sjávarmöl virkar vel á dómnefnd sem list- ræn og þjóðleg tilvitnun, sem og ærvambir í glugga stigahússins. Garðurinn er vel hugsaður og rökstudd- ur sem Ijósagarður til yndisauka innan frá mænu hússins, um leið og hann heldur heimþrá starfsmann- anna við. Tillagan er sérstaklega vel leyst hvað varðar innra fyrirkomulag, aðlaðandi og vel upplýst rými auk þess sem hún tekur gott tillit til aðgengis allra. í tillögunni eru möguleikar á stækkun sendiráðsins. Það er mat dómnefndar að tillagan geti orðið fagurt merki íslands í Berlín, en ekki síður sérlega líflegur og góður vinnustaður. 70

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.