AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 75
V R K N A Ð U R N N A Ð SITJA: hugleiðing um hönnun Charles R. Mackintosh, boröstofustóll „Hill House", 1902 (Ijósm. Cassina) Gerrit T. Rietveld, „Rau&ur og blór", 1918-23 (Ijósm. Cassina) Alvar Aalto, „Paimio" hægindastóll, 1931-32 (Ijósm. Artek) Að sitja er einnig verknaður ... ef fólk er eitthvað þreytt getur það lagt sig.“ Á þessa lund hljómaði svar hollenska hönnuðarins Gerrits Rietvelds á milli- stríðsárunum við umkvörtunum yfir hvað stólar hans væru harðir ásetu. Svipuð setning var einnig höfð eftir William Morris í lok síðustu aldar: „If you want to be comfortable, go to bed.“ Þetta viðhorf, sem við fyrstu sýn getur virst bera vott um vissan skort á um- burðarlyndi, felur í sér grundvöllinn að þeirri hönnun sem kennd hefur verið við módernisma og sett hefur svip sinn á húsgagnaframleiðslu aldarinnar. Það er einnig tilefni til hugleiðingar um samband hönnunar við mannslíkamann og hegðan hans í umhverfi sínu, eins og það birtist á þessari öld. Það má segja að í hinu vestræna þjóðfélagi dagsins \ dag eyðum við mestum tíma okkar í einhvers konar sitjandi stöðu. Það er þvl ekki úr vegi að reyna að gera sér grein fyrir hvernig sæti okkar hafa þróast til þessa, hvað felst á bak við efni og lögun þessara nærtækustu hluta umhverfis okkar. Stólar hafa ætíð endurspeglað sjálfsímynd mannsins. Ef litið er á sæti frá ýmsum tímum bera þau vitni um hvernig fólk bar sig, hvernig það var klætt, hvernig það hagaði sér í návist annarra og hvar það var statt í þjóðfélagsstiganum. Stóllinn er það húsgagn sem stendur manninum næst hvað varðar stærðargráðu, útlit og snertingu. Með fótum sínum, örmum og baki er hann eins konar spegilmynd sitjandi manns og ber því eðlilega vitni um hegðan hans, jafnvel þegar hann er auður og „óvirkur". Nóg er að líta á setvenjur ólíkra menningarsvæða, til að mynda Austur- og Vesturlanda, til að sjá hve orðið „þægindi" er afstætt. Það ríkir einnig ákveðið afstæði innan sama þjóðfélags. Þegar árið 1898 talaði austur- ríski arkitektinn Adolf Loos um muninn á því sem gæti talist hvílandi eftir því um hvaða verknað eða athöfn væri að ræða: „hvíld eftir andlega áreynslu krefst alls ólíkrar stellingar en hvíld eftir útivist". Rietveld gerði sér einnig grein fyrir að hann gæti ekki krafist þess sama af fólki sem stundaði erfiðisvinnu og af mennta- mönnum. En þessi hlið málsins yrði of löng að rekja hér og í þessari hugleiðingu mun því einfaldlega vís- að til hins vestræna nútímaborgara á hverjum tíma. Upphafsorð Morris og Rietvelds fela einmitt í sér nýjar kröfur sem gerðar eru til manneskjunnar fyrir og eftir síðustu aldamót. Stóll er ekki lengur aðlagaður mann- inum heldur á maðurinn þvert á móti að laga sig að nýjum línum og flötum hlutarins. í stað þess að vera 73 DR. ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR LISTFRÆÐINGUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.