AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 13
'TA- OG TÓMSTUNDARÁÐS
FRÍTÍMAMANNVIRKI
Starfsemi Reykjavíkurborgar í íþrótta-, félags- og tómstundamálum
Mikill og vaxandi frítími er aö veröa eitt
af megineinkennum á nútímasamfé-
lögum. Frítímamannvirki og aöstaöa
fyrir fólk í frítímum setja mikinn svip
á umhverfi okkar og hafa veruleg áhrif á þaö líf
sem lifað er í borgum og bæjum. Sveitarfélög hafa
um langan tíma staöiö fyrir og hlúö að hvers kon-
ar starfsemi og aðstööu sem stuðlar aö því aö íbú-
ar geti notið lífsins og lagt stund á uppbyggilega
iðju utan vinnutíma.
Sú starfsemi sem hér um ræöir tengist einkum
íþróttum, útivist og tómstunda- og félagsstarfi.
Mjög margir aöilar leggja þar hönd á plóginn, jafnt
félagasamtök, einstaklingar sem fyrirtæki en sveit-
arfélög hafa jafnan veriö einna umsvifamest á
þessu sviöi.
Enginn einn aðili hér á landi hefur látiö frístunda-
mál jafnmikiö til sín taka og Reykjavíkurborg.
Borgin hefur afskipti af tómstunda-, íþrótta- og fé-
lagsstarfi meö margvíslegum hætti, meöal annars
í tengslum viö skipulagsmál, uppbyggingu og fjár-
mögnun mannvirkja, rekstur og þjónustu og meö
styrkjum til og samstarfi viö fjölda aöila.
HLUTVERK ÍPRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐS
Margir vinna aö þessum málaflokki hjá Reykjavík-
urborg en hann heyrir aö stærstum hluta undir
íþrótta- og tómstundaráð. ÍTR fer í umboði borgar-
ráös meö stjórn íþrótta- og tómstundamála. Hlut-
verk ráösins er meðal annars aö móta stefnu
borgarinnar í íþrótta- og tómstundamálum, vera
borgaryfirvöldum til ráðuneytis um gerö og staö-
setningu nýrra íþróttamannvirkja og tómstunda-
heimila. Þá hefur ÍTR umsjón meö rekstri íþrótta-
valla, sundstaða, íþróttahúsa og félagsmiöstööva
sem eru í eigu Reykjavíkurborgar.
ÞRÓUN OG UPPBYGGING
Lengst af voru kirkjur einu húsin sem fólk kom
saman í fyrir utan heimili, skóla eöa vinnustaði. Al-
menna íþróttaiðkun í Reykjavík á síöustu öld má
rekja til skólanna þegar kennsla í leikfimi var tekin
upp. Fyrsta íþróttahúsiö var byggt viö Latínuskól-
ann í Reykjavík 1858. Líklegt er aö þaö hafi verið
notaö utan skólatíma og má því segja aö það sé
fyrsta frítímamannvirkið í Reykjavík ef frá er talin
fyrirhleösla í polli í læknum viö þvottalaugarnar í
Laugardalnum áriö 1824 en þar fór sundkennsla
fram.
Fyrsta íþróttafélagið í Reykjavík hét Reykjavig
Skydeforening og var stofnað áriö 1873, Sundfé-
lag Reykjavíkur var stofnað 1884, Skautafélag
Reykjavíkur 1893, Fótboltafélag Reykjavíkur 1899
sem seinna varö KR.
Helstu íþróttirsem stundaöar voru í borginni um og
fyrir síöustu aldamót voru sund, knattspyrna,
skíöa- og skautaíþróttin, auk glímu og fimleika en
mannvirki og skipulögð svæöi voru enn fábrotin. í
Laugardalnum voru aðeins sundskýli og ófull-
komnar hleöslur þar til ný sundlaug var vígö 1908,
fólk fór á skíöi í Ártúnsbrekku og á Arnarhóli og
skautasvæði var girt af viö Tjörnina.
Brotið var blaö í þessum efnum þegar Melavöllur-
inn vartekinn í notkun 1911. Fyrsta skíðaferðin í
nágrenni Reykjavíkur meö hóp manna á bíl var
farin 1928 á Kolviðarhól og skíðaskálinn í Hvera-
dölum var byggöur 1935.
Grasagarðurinn í Laugardal var opnaöur 1961.
Haustið 1972 var Bláfjallanefnd sett á stofn en
skömmu áöur höföu íþróttafélög komið sér upp
aðstööu í Bláfjöllum. Fellahellir, fyrsta félagsmið-
stööin í borginni, tók til starfa 1974. Merkustu
áfangarnir á þessum áratug eru Fjölskyldu- og
húsdýragaröurinn í Laugardalnum, útivistarbylt-
ingin í tengslum viö lagningu göngustíga frá fjöru
til fjalla og uppbygging á íþróttaaöstööu félaganna
í hverfum borgarinnar.
LAUGARDALURINN - ALHLIÐA
ÚTIVISTARSVÆÐI
Laugardalssvæöiö er ein höfuöprýöi Reykjavíkur-
borgar og því er rétt aö fara nokkrum orðum um
hann sérstaklega. Svo skemmtilega vill til aö hug-
myndin aö íþrótta- og útivistarsvæði fyrirReykvík-
inga í Laugardal var þegar komin fram á síðustu
öld þótt framkvæmdir hæfust ekki fyrr en um miöja
þessa öld. Hugmyndina átti Sigurður málari og
hann lagöi hana fram áriö 1871. Hann taldi Laug-
ardalinn kjörinn staö til trjá- og skrautblómarækt-
unar. Þar gætu bæjarbúar hvílt sig í laufguðum
lundi eöa gengið sér til skemmtunar. Siguröur
geröi skipulagsuppdrátt af Laugardalnum meö
leikvangi og göröum, jafnt yfirbyggðum sem opn-
um.
Áriö 1943 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur aö
hefja undirbúning að hvíldar-, íþrótta- og skemmti-
svæöi í Laugardal.
Síöan þá hefur aðstaðan veriö byggö upp smám
saman. Nú er Laugardalurinn fjölbreytt og áhuga-
Göngu-og hjólreiöastígur viö Ægisíðu. Ekki þarf mikla
aöstöðu til aö hreyfa sig.
Grasagarðurinn í Laugardal. Sigurður málari var einn
helsti hvatamaður hans.
vert útivistarsvæði fyrir almenning. Þar er aö finna
sundlaug, göngu- og hlaupabrautir, skautasvell,
grasagarö og síöast en ekki síst Fjölskyldu- og
í Reykjavík og í nágrenni borgarinnar er aö finna fjölmörg frítímamannvirki sem standa til boöa bæði nætur og daga.
10
11