AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 18

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 18
verki hafa aö gegna gagnvart æskufólki, bæöi í einstökum hverfum borgarinnar og stefnumótun í æskulýösmálum." STEFNUMÓTUN í AÐALSKIPULAGI Stefnumótun Reykjavíkurborgar í tómstunda- og útivistarmálum kemurfram í aöalskipulagi Reykja- víkur 1996-2016. Þar segir aö markmiðið í útivistarmálum sé aö tryggja samfelldan vef útivistarsvæöa um borgar- landiö. í framtíöarsýn um heildarskipulag útivistar svæöa segir aö þaö skuli taka mið af því aö endur- spegla vistvæna ímynd borgarinnar. Byggja þurfi upp skjólgóö og aðlaðandi rými til útivistar þar sem fjölbreytt náttúrufar, landslag, útivera og umhverf- isfræðsla fari saman áriö um kring. Frá náttúrunnar hendi er borgarland Reykjavíkur vel falliö til útivistar. Óbyggö dalverpi liggja um byggðina frá strönd og inn til heiða. Stóru opnu svæöin í borginni eru undirstaöan í kerfi útivistar- svæða sem vefja sig inn í og um borgina. Hlutfall opinna svæöa innan byggðarinnar er um 25%, þar af er þriðjungur almenn útivistarsvæöi. Stefnt er aö því aö styrkja núverandi sérkenni. Þannig veröur áfram unnið aö því aö viðhalda og styrkja ræktunarsvæöi í Öskjuhlíð sem útivistar- skóga inni í borginni, viöhalda nátttúrlegu yfir- bragöi Elliðaárdals og efla Laugardalinn sem al- menningsgarö. Þar kemur einnig fram aö unnið er aö því eins og kostur er aö þétta byggö til aö minnka mengun frá umferð en jafnframt sé þess gætt aö ekki veröi gengið á opin svæöi til útivistar. Markmiöið í íþrótta- og tómstundamálum er aö vinna aö eflingu félags- og tómstundaiðju meöal æskufólks í Reykjavík og stuöla aö auknu starfi æskulýðsfélaga í borginni. Hlúa þarf aö barnafólki svo þaö búi við ytri aðstæður í daglegu lífi sem styöja foreldra í aö takast á viö hlutverk sitt. Einnig er lögö áhersla á aö almenningur í Reykjavík eigi greiöan aögang aö íþróttamannvirkjum borgarinn- ar til iökunar hóp- og einstaklingsíþrótta. ■ 16

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.