AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 21

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 21
sjónmáli frá lóninu og húsinu og aðkoma um mjóan stíg sem ruddur var gegnum hraunið. Lónið varð brátt mjög vinsælt, ekki síst meðal útlendra ferðalanga, sem leiddi til þess að 1988, aðeins tveimur árum eftir að það var opnað, þurfti að stækka búningsaðstöðuna og aftur fjórum árum síðar að reisa viðbygg- ingu jafnstóra þeirri sem fyrir var. Sú bygging er löng og mjó og myndar með húsinu sem fyrir var skjólgóðan vegg fyrir sólpalla og bryggjur sem liggja út í lónið. Fjöldi baðgesta sem komið hafa í lónið skipt- ir nú hundruðum þúsunda. Undarlegt kann að virðast að baðstaður und- ir húsvegg orkuvers skuli ná slíkum vinsæld- um. Vissulega er notalegt að lauga sig í hlýju og mjúku vatninu og vaða í botnleðjunni. Þá komu einnig fljótlega í Ijós heilsukraftar vatnsins, sem nú hafa verið vísindalega stað- festir. En það sem þó kann að ríða bagga- muninn er hin einstæða lega lónsins með hraunbreiðuna á aðra hönd og orkuverið á hina, þar sem frumkraftar náttúrunnar heyr- ast og sjást í drunum og hvæsandi gufu- mekki. Við skipulag umhverfis lónið og byggingar við það var markmið okkar að varðveita þessar aðstæður. ■

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.