AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Blaðsíða 27
sem til eru, en augljóslega er hagkvæmara aö gera
ráö fyrir aöstööunni í upphafi. Reyndar er ekkert
íþróttahús hér á landi þar sem þessi aðstaða er fyr-
ir hendi nú.
Það er alveg Ijóst aö hús sem á að nýtast frjáls-
íþróttum að einhverju gagni verður að vera hann-
að með það í huga frá upphafi. Hvorki frjálsíþróttir
né aðrar greinar geta sætt sig við að verða ein-
hvers konar uppfyllingarefni í hús sem er byggt
nær eingöngu fyrir eina grein íþrótta.
STEFNUMÖRKUN VANTAR
Fram til þessa að hafa flest íþróttahús verið byggð
með leikfimikennslu eða handboltaiðkun í huga.
Nokkur sérhæfð íþróttahús hafa risið á undanförn-
um árum, sérstaklega fyrir badminton og tennis.
Augljós þörf er á stærra húsi, sem nýst gæti fleiri
íþróttagreinum og skapað nýja möguleika. Fjöl-
nota hús með gólfflöt t.d. 55x75 m myndi geta
komið verulega til móts við þarfir frjálsíþrótta.
Einnig mætti koma fyrir í slíku húsi fjölda körfu-
boltavalla og knattspyrnuvalla fyrir mót eða æfing-
ar svo dæmi sé tekið. Slíkt fjölnota íþróttahús hefði
meiri nýtingu en sérhæft knattspyrnuhús til dæmis.
Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir
íþróttahreyfinguna í landinu. Reyndar er það öllum
Ijóst að heildarstefnu skortir í uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja hér á landi. Oft hefur verið byggt meira
af kappi en forsjá. Forysta íþróttasambands ís-
lands á að hafa frumkvæði að stefnumótun um
áætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja hér á
landi, þar með talin fjölnota íþrótta- og sýningar-
hús. Heildarstefnumótun í uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja er ekki á færi einstakra sérsambanda
eða íþróttabandalaga, þó þessir aðilar hljóti, ásamt
sveitarfélögunum og ríkisvaldinu, að koma að slíkri
stefnumótun. Frjálsíþróttasambandið er reiðubúið
til að leggja sitt af mörkum við þá vinnu.
Standi breiður hópur innan íþróttahreyfingarinnar
að uppbyggingu fjölnota íþróttahúss eru að sjálf-
sögðu meiri líkur á að slíkt hús verði byggt og að
það verði byggt fyrr en ella. ■
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU f VESTURBÆ
Til leigu björt og rúmgóð skrifstofuherbergi í vesturbæ.
Góð sameiginleg aðstaða, salerni o. fl., lyfta, glæsilegt útsýni.
Hagstæð langtíma leiga.
Upplýsingar í síma: 896 0304 og 896 5048.
25