AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 32
ARKITEKT
Laugardalsvöllur: Arkitekt Gísli Halldórsson. Stækkun 1997: Arkitektar Gísli Halldórsson og Bjarni Snæbjörnsson.
UPPBYGGING í LAUGARDAL
r
Ariö 1943 var tillaga borin upp í bæjar-
stjórn Reykjavíkur um þaö aö gera
heildaríþrótta- og útivistarsvæöi í
Laugardal viö Suöurlandsbraut. Tillag-
an var samþykkt einróma. Land þaö sem um var
aö ræða var 256 ha. En þaö sýnir þann stórhug er
þá ríkti um íþróttir og útivist borgarbúa. Sérstök
nefnd var kjörin til að sjá um skipulagningu og und-
irbúning aö framkvæmdum. Var ákveðið að fyrst
skyldi ráöast í byggingu íþróttaleikvangs fyrir frjáls-
ar íþróttir og knattspyrnuvöll. En þá var slíkur
völlur ekki til hérlendis. Á stríösárunum var aö
mörgu aö hyggja og dróst undirbúningur því nokk-
uö. En áriö 1947 var fyrir alvöru hafist handa viö
framkvæmdir aö ræsa landiö fram og byggja Laug-
ardalsleikvanginn. Þaö eru því nú rétt 50 ár síðan
hafist var handa við aö byggja hiö glæsilega íþrót-
ta- og útivistarsvæði í Laugardalnum. Þar er eitt-
hvaö viö aö vera fyrir alla, enda koma árlega um
ein og hálf milljón gesta sér til heilsubótar og lífs-
fyllingar í dalinn.
Miðpunktur dalsins eru þvottalaugarnar gömlu,
sem Reykvíkingar notuöu fram yfir síöustu alda-
mót, til aö þvo sinn þvott. Þótti þaö kærkomið aö
komast í ókeypis heitt vatn, þótt um langan og erf-
iöan veg væri aö fara. Vestan viö þvottalaugarnar
eru íþróttamannvirki, en austan við þær er grasa-
garður, húsdýra- og fjölskyldugaröur. í þessari
stuttu grein er ætlunin aö lýsa hluta af þeim
íþróttamannvirkjum sem nú eru risin í Laugardaln-
um.
30