AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 37

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 37
KONE MONOSPACE™ Lyftur eru í dag sjálfsagður hluti bygginga. Nokkur þróun hefur orðið, en í áratugi hafa ekki hafi komið fram nýjun- gar, sem skipt hafa byggingariðnaðinn máli. Öll helstu lyftufyrirtæki heims hafa leitað lausna á að koma vélbúnaðnum fyrir inni í lyftugöngunum, en engum hefur tekist að koma fram með hagkvæma lausn fyrr en nú, að finnska fyrirtækið KONE Elevators hefur kynnt nýja gerð víralyftu sem ekki krefst vélarrýmis! Mikil leynd hvíldi yfir hönnuninni og fengin voru einkaleyfi á hinum ýmsu hlutum sem notaðir voru, en lyftan fékk nafnið MonoSpace. Hjarta lyftunnar er rafmótorinn, sem er líkastur pönnuköku í laginu, hann er festur á bak annars leiðiteins lyftunnar. Mótorinn hefur aðeins einn hreyfan- legan hlut, snýst einungis 95 sn/min miðað við fer- ðahraða 1,0 m/sek og gerir því niðurgírun óþarfa, gírolía er engin, betri nýtni er á orku og lyftan er hljóðlátari. Hraða mótorsins er stjórnað með tíðni/spennu hraðastýringu sem tryggir mýkt sambærilega við lyftur í skýjakljúfum. Vélarrými lyftu upp úr húsum hefur aldrei verið augnayndi, og kostað dýrar úrlausnir. Oft hefur þurft að byggja kassa upp úr þaki eða kvisti, arkitektinn hefur nú aukna möguleika í hönnun útlits hússins. Ef bygging er hönnuð með það í huga að nota eigi MonoSpace' lyftu getur heildarkostnaðurvið lyftu og lyftugöng orðin minni en við hefðbundna víralyftu, því vélarrými sparast með tilheyrandi loftræstingu og A 60 brunalokun. Rýmið má nota undir annað, eða jafnvel hægt að sleppa byggingu þess! Það sem kannski skiptir þó mestu máli er að notendur og eigendur lyftunnar geta verið vissir um lægri rek- strarkostnað og meiri þægindi, en með hefðbundinni lyftu. í fyrstu eru boðnar 8 og 13 manna lyftur með 1,0 m/sek hraða í allt að 12 hæða hús en möguleikarnir í framtíðinni eru margir bæði hvað varðar aukinn hraða og stærðir. Mono Space' hefur verið kynnt í flestum Evrópulöndum og hvarvetna hlotið lof bæði af hön- nuðum og notendum. Hérlendis hefur þegar verið sett upp Mono Space lyfta í turninum á Garðatorgi. Að lokum er gaman að vitna til eins þeirra sem boðið var að skoða fyrstu lyftuna en hann sagði: Af hverju tók það svona langan tíma að finna þessa lausn. Hún er svo einföld! Samanburður á Vökva, Víra og Mono Space' lyftum Atriöi Vökva Víra EcoDisc' Hraöi (m/s) 0,63 1,0 1,0 Burðargeta (kg) 630 630 630 Vélarstærð (kW) 11 5,5 3,5 Stærö öryggja(A) 50 35 16 Orkunotkun á ári (kWh) 7200 5000 3000 Hitaútgeislun (kW) 4,3 3,5 1,0 Olíumagn (I) 200 3,5 0 Hávaöi (dBA)* 65-70 65-70 50-55 Stærö á dæmigerðu 5 9 0 vélarrými (m”) *Mælt í 1 m fjarlægö frá vél Nánari upplýsingar gefur íselekt ehf umboðsfyrirtæki KONE Elevators á íslandi Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á Veraldarvefnum undir http/www inet.fi/mono 35

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.