AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 53
á Kili, Laugafell upp af Eyjafirði, Dreki við Öskju,
Laugafell upp af Fljótsdal, Háumýrar á Sprengi-
sandi og Árbúðir við Hvítárnes á Kili. Þá eru ótal-
in skálasvæði og fjallasel sem ekki verður fjallað
nánar um hér. Þau síðasttöldu eru mörg hver
gönguskálar sem eru ekki í vegasambandi.
3.4 Byggingarmál. Ástand í byggingarmálum var
einn helsti hvatinn að svæðisskipulagi Miðhálend-
isins. Á liðnu vori stóð Landmótun að könnun á
ástandi í byggingarmálum á hálendinu í samvinnu
við byggingarfulltrúa á svæðinu. Niðurstöður þeirr-
ar frumathugunar eru m.a þær að á Miðhálendinu
eru ekki færri en 400 hús og er um helmingur þeir-
ra í einkaeign. Um 90% húsanna voru byggð eftir
1960 og einungnis um þriðjungur hefur gild bygg-
ingarleyfi. Fráveitumál eru í lagi eða viðunandi í
tæpum þriðjungi húsanna.
Öll byggingarsvæði á hálendinu skal deiliskipu-
leggja áður en framkvæmdir hefjast á sambæri-
legan hátt og tíðkast í byggð. Byggingar eiga að
uppfylla kröfur um hagkvæmni, tæknilega gerð og
fagurfræðilegt útlit. Vanda skal til staðsetningar
nýrra mannvirkja og engin mannvirki má byggja
nema byggingarleyfi liggi fyrir. Að lokinni vinnu við
svæðisskipulag er lagt til að gerð verði heildstæð
könnun á byggingarmálum á Miðhálendi íslands. í
framhaldi slíkrar könnunar verði samdar reglur um
samræmda skráningu mannvirkja og afstaða tekin
til bygginga sem reistar hafa verið í heimildarleysi.
AUGLÝSING SKIPULAGSTILLÖGU
Nú stendur yfir kynning á tillögunni og er öllum al-
menningi gefinn kostur á að gera athugasemdir við
framkomnar tillögur. Frestur til að gera athuga-
semdir er óvenjulangur eða til 10. desember n.k.
Skipulagsgögnin eru til sýnis á 16 stöðum víðsveg-
ar um landið og þau fást keypt á skrifstofu Skipu-
lags ríkisins. Jafnframt er hægt að skoða tillöguna
á heimasíðu Skipulags ríkisins, http://www.islag.is.
Það er von þeirra sem að skipulagsvinnunni stan-
da að fram komi beinar athugasemdir og ábend-
ingar við innihald tillögunnar. Helsta gagnrýnin
sem komið hefur fram beinist að þeirri sem valin
var í upphafi að fela héraðsnefndum framkvæmd
skipulagsvinnunnar. Það er ákvörðun sem byggir á
landslögum og hefur lítið að gera með faglega nið-
urstöðu skipulagsvinnunnar að mati skipulagshöf-
unda. ■
HITAVEITA
REYKJAVÍKUR
51