AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 74

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Side 74
í starfi sínu eru innanhússhönnuðir sífellt að takast ó við rými, stcerri eða smœrri, oftar en ekki í þeim tilgangi að brjóta þau upp í smcerri einingar, Hver eining hefur sinn til- gang og oft er þörf á að afmarka ákveðin svceði. Lausn- in felst ekki alltaf í hefðbundnum veggjum og hurðum, heldur kann að vera eftirsóknarverðara að halda rýminu opnu og skipta því upp á annan hátt, Til þess eru margar leiðir fcerar, t.d. geta ólíkir gólf- og loftfletir skapað tilfinn- ingu fyrir afmörkun rýmis. Léttir skilveggir eru hinsvegar al- geng lausn þegar afmarka þarf svœði sem síður eiga að sjást og einnig til að skapa einstaklingum persónulega umgjörð innan stœrra rýmis. Notkun skilveggja er sömu- leiðis heppileg tii að ná fram hámarksnýtingu tiltekinna fermetra. Skilveggir geta verið af ýmsum stcerðum og gerðum en hvort sem um skilrúm, skermveggi eða létta milliveggi er að rceða er markmiðið alltaf hið sama: Að mynda viðeig- andi umgjörð um athafnir manna. Þegar fólk t.d. afklceð- ist hjá heimilislœkni eða rceðir fjármál sín við fulltrúa í banka hefur það þörf fyrir skjól sem skermveggir geta veitt þótt þeir bjóði ekki upp á fullkomna hljóðeinangrun. Einnig er talið að fólk eigi auðveldara með að einbeita sér við vinnu ef það þarf ekki að horfast í augu við samstarfs- mann og ritvinnsla virðist trufla minna ef maður sér ekki Mynd 5. Dæmi um hvernig einföld glerskilrúm eru notuö til aö af- marka svæöi í opnu bankarými. Hönnur: Arkitektarnir Lengfeld og Wil- isch, Þýskalandi. Mynd 6. Viper er léttur skermveggur úr egglaga pappahólkum. Auövelt er aö setja hann upp og ómeðhöndlaö yfirborð pappans býður upp á mismunandi útlitslausnir. Hönnun: Pelikan Design. Framl.: Fritz Hansen, Danmörku. Söluaðili á íslandi: Epal. Mynd 7. Veggeining i versluninni Herrarnir i Kringlunni. Skilvegg- urinn byrgir ekki aöeins sýn á mátunarklefa búðarinnar, heldur er jafnframt drjúg hirsla. Hann er í raun hringlaga og á þeim helm- ingi hans sem snýr að viöskiptavinum er þeir koma inn eru hillur fyrir skyrtur. Á helmingnum sem snýr aö mátunarsvæöinu er hinsvegar gert ráö fyrir uppstillingu. Hönnun: Pétur H. Birgisson, innan- hússariktekt FHI. Mynd 8. Kaffitería Þjóöarbókhlöðunnar er afmörkuö meö boga- löguöum trérimlaskilrúmum sem bera heitiö Labyrint. Hönnun: Pelikan Design. Framl.: Fritz Hansen. Söluaöili á íslandi Epal hf. 72

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.