AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 78

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1997, Page 78
PÉTUR H. ÁRMANNSSON ARKITEKT Verðlaunaveitingar á sviði BYGGINGARLISTAR EVRÓPUVERÐLAUN í ARKITEKTÚR - Kennd við skála MIES VAN DER ROHE - MIES VAN DER ROHE Pavilion award for European Architecture I 996 - DOMINIQUE PERRAULT Ariö 1987 ákvaö framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins, í samvinnu viö Evrópuþingiö og Mies van der Rohe stofnunina í Barcelona, aö efna til sér- stakra Evrópuverðlauna á sviöi byggingarlistar. Tilgangur þeirra er aö vekja aukinn áhuga almenn- ings, stjórnvalda og leiðtoga atvinnulífs á menn- ingarlegu mikilvægi nútímabyggingarlistar og áhrifum hennar á þróun evrópskra borga í nútíö og framtíð. Verölaunin eru kennd við sýningarskála Þýskalands á heimssýningunni í Barcelona áriö 1929, sem teiknaður var af arkitektnum Mies van der Rohe. Skálinn er talinn eitt helsta tímamóta- verk í þróun nútímaarkitektúrs á þriöja áratug ald- Franska þjóðarbókhlaðan. Arkitekt Dominique Perrault. arinnar. Hann var tekinn niöur stuttu eftir sýn- ingunna en endurbyggöur frá grunni fyrir nokkrum árum og er nú aðgengilegur til skoðunar. Skálinn var valinn tákn verðlaunanna sem dæmi um sanna nýsköpun á sviöi arkitektúrs. Auk þess aö gegna táknrænu hlutverki er Barcelona-skálinn vettvang- ur verölaunaafhendingarinnar, en vinningshafinn fær í sinn hlut höggmynd eftir spænska mynd- höggvarann Xavier Corberó, auk álitlegrar pen- ingaupphæðar. Frá því til þeirra var stofnaö hafa Mies van der Rohe verðlaunin verið veitt fjórum sinnum og er at- höfnin í ár hin fimmta í röðinni. Aö þessu sinni var heimilt aö tilnefna byggingar frá öllum ríkjum hins evrópska efnahags svæöis en áöur haföi úrtakið einskoröast viö aðildarþjóöir Evrópu- sambandsins. Val úrtaks fór fram meö þeim hætti aö Mies van der Rohe stofunin tilnefndi einn ráögjafa í hver- ju ríki innan efnahagssvæöisins. Var þeim faliö aö koma fram meö rök- studdar tillögur um fimm athyglisverð- ar byggingar, þar af áttu a.m.k. tvær aö vera í heimalandi viðkomandi. Miöað var viö byggingar teknar í notk- un á árunum 1995 og 1996. Vegna ofangreindrar skipulagsbreytingar komu verk byggö á íslandi nú í fyrsta skipti til álita í úrtakshópi verðlaun- anna. Tilnefndar voru fimm íslenskar byggingar aö þessu sinni: Borholuhús Hitaveitu Reykjavíkur viö Bolholt eftir Pálmar Kristmundsson og Björn Skaptason, hús Hæstaréttar íslands eftir Studio Granda, meðferðarheimil- iö Stuðlar eftir Kanon arkitekta ehf., safnaöarheimili og tónlistarskóli í Hafnarfirði eftir Teiknistofuna Tröö og vinnustofa Rögnu Róbertsdóttur aö Laugavegi 37 eftir Glámu-Kím ehf. Þess má geta aö íslensk teiknistofa, Studio Granda, hlaut árið 1992 til-

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.