AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 11
GESTUR ÓLAFSSON ISLENSK MANNVIRKJASTEFNA Frá slagorðum til stefnumótunar Fátt hefur skelft marga íslendinga meira á undanförnum árum en áætlanagerö, skipulag, stefnumótun eöa „skipulags- hyggja" eins og margir hafa viljað kalla þetta sviö mannlegrar viöleitni. Þaö lengsta sem margir hafa viljaö hætta sér út á þessa hálu braut er aö eiga sér einhverja „framtíöarsýn" sem oft hefur ekki verið áþreifan- legri en hillingar á sjóndeildarhringnum. Þeir sem lengst hafa gengiö hafa gjarnan líkt allri skipulags- viöleitni hér á landi viö alræöiö í Sovétríkjunum gömlu og haldið því fram aö því minna sem væri skipulagt - því betra. Fátt er fjær lagi. Nútíma-skipulag er bara aðferð eöa „tæki" sem hjálpar okkur til að nota tiltækar upplýsingar og þekkingu, sjá hlutina á heildrænan hátt, gera okkur grein fyrir afleiðingum af því sem viö erum aö gera eða viljum gera og aö ná ákveön- um markmiðum. Viö getum aö vísu notað þessa aöferöafræöi bæöi í jákvæöum og neikvæðum til- gangi alveg eins og viö getum notaö hníf bæöi til aö smyrja brauð og í hernaði. Hér skiptir öllu hvernig á er haldið. í því flókna þjóðfélagi sem við lifum í í dag komast samt hvorki ríkisstjórnir, sveit- arfélög, fyrirtæki, félög eöa einstaklingar mjög langt án þess aö notfæra sér þessa aðferðafræði í meira eða minna mæli. í þessu sambandi hefur talsvert veriö horft til Bandaríkjanna og því haldið fram aö þar ætti „skipulagshyggjan" síöur en svo upp á pallborðið. Samt er þaö svo aö leitun er aö þjóðfélagi þar sem aðferðir skipulagsfræðinnar eru meira notaðar en þar, bæöi viö opinbera stjórnum og í rekstri fyrir- tækja. Þar er þaö talið bæöi sjálfsagt og nauösyn- legt aö bæöi opinberir aöilar og fyrirtæki eigi sér klárt skilgreind markmið, stefnu eöa „mission". í opinberum rekstri hér á landi hafa menn hins veg- ar hrósaö sér af svokallaðri „hands off" stefnu eins og t.d. „byggðastefnan" er stundum kölluö. En þegar í Ijós kemur í nýlegri könnun Aflvaka aö um 30 milljörðum af almannafé sé árlega variö til að framkvæma þessa „stefnu" sem flestir eru sam- mála um aö hafi ekki náö „tilætluðum árangri" er ekki nema eðlilegt aö grímur fari aö renna á fólk. íslendingar eru og hafa fyrst og fremst verið þjóö fiskveiða og sölu sjávarfangs enda verjum viö ár- lega hátt á ann- an milljarð til rannsókna á þessu sviði. Engu aö síður eru aörar at- vinnugreinar líka mikilvægar. íslenskur bygg- ingariðnaður veltir árlega yfir 50milljörðum kr.,en áfjárLög- um er ekki varið til nauðsyn- legra rann- sókna á þessu sviöi nema röskum 50 millj- ónuml! Samt er mikill hluti af íslenskum þjóöarauöi bundinn í mannvirkjum sem íslenskur byggingar- iðnaöur hefur búiö til. Opinberir aöilar hafa og geta haft mjög mikil áhrif á íslenskan byggingariönað, starfsumhverfi hans og viðgang. Þeir geta aö verulegu leyti ráöiö því hvort viö fáum svigrúm til aö nýta alla fáanlega þekkingu og reynslu á þessu sviði, safna henni saman og vinna úr henni. Þeir hafa í hendi sér hvort eöa hvenær hann nær aö dafna og þróast, ná háu tækni- og þjónustustigi og aö veröa hugsanlega verðmætur útflutningsiðnaður þegar fram líöa stundir. Þetta getur ekki oröið nema meö því að dregið sé úr sveiflum í þessari starfsgrein, rann- sóknir og menntun sé stóraukin og aö allir þeir að- ilar sem koma aö þessum málum nái aö vinna saman. Á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, þar sem almannafé er varið, lætur fólk sér ekki lengur nægja svariö „af því bara". Fólk vill í vaxandi mæli fá skýra stefnu í staö slagorða. Þeir íslendingar sem áfram kjósa aö búa hér á landi eru aö veröa betur menntaöir meö hverju árinu sem líður. Þeir gera auknar kröfur til markvissra vinnubragða, betra skipulags og betri stefnumótunar á öllum sviðum og ekki síst viövíkjandi íslenskum bygging- ariönaöi. ■ 9

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.