AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 27

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 27
höfuðnauðsyn að leggja í þróunarkostnað við gerð íbúðarhúsnæðis úr byggingarefnum sem hæfa ís- lensku veðurfari. Ég tel að kosta eigi þróunarstarf að einhverju leyti úr opinberum sjóðum, enda er um að ræða eitt mikilvægasta viðfangsefni sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Það þarf að beita hugviti og þekkingu umfram allt annað við mann- virkjagerð. Það mætti hvíla „sérfræðingastóðið" um sinn á forritagerð og beina því að því verki að lækka byggingarkostnað um 15-20% á 5 ára tíma- bili á grundvelli ítarlegrar áætlunar. Að þessu verki þurfa iðnaðar- og félagsmálaráðuneytið að beina kröftum sínum og kalla til hönnuði og hugvits- menn. í því getur verið fólgin mesta kjarabótin fyr- ir launafólk sem að öllu óbreyttu mun sligast und- an háu íbúðaverði. Með lækkun byggingarkostn- aðar getur einnig skapast allt önnur og betri staða í samkeppni um byggingu stóriðjufyrirtækja og orkuvera. Lágur byggingarkostnaður og „fullkom- in" stjórnun við mannvirkjagerð og lágt orkuverð getur orðið lykill að velmegun okkar íslendinga ef orkulindir fallvatna geta gefið aukinn arð, m.a. vegna lægri kostnaðar við mannvirkjagerð. ■ (Greinin er byggð á erindi sem var flutt á Mann- virkjaþingi 1995 - leturbreyt. AVS.) EG SORPTUNNUSKÝU Steinsteypt eining án samskeyta sem veitir sorptunnum skjól og prýðir umhverfið. Hœgt er að raða einingum saman sé umfjölbýli að rœða. Lausn sem hentar verktökum og einstaklingum. Verksmiðju verð. Pantið tímanlega. Upplýsingar ísímum 897 1889 og 565 4364. Einnig um kvöld og helgar. Geymið auglýsinguna. EIIMAR GUÐMUIUDSSOIM L 25

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.