AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 35
PÓLITÍK OG MANNVIRKJAGERÐ Island er harðbýlt land - veður þar válynd, landið erfitt yfirferðar og undirlendi víða lítið nálægt fengsælum fiskimiðum sem fólk sótti í til búsetu og kjöraðstæður til byggðar á slík- um stöðum oft af skornum skammti. Sam- göngur af þessum sökum erfiðar og einangr- un oft mikil. Þessum erfiðu kringumstæðum höfum við íslendingar fengið að kynnast oft með sárs- aukafullum hætti. Fólk og mannvirki verða oft æði smá, þegar náttúruöflin láta til sín taka. Hörmuleg snjóflóð fyrir vestan, í Súðavík og á Flateyri segja þá dapurlegu sögu alla. Þrátt fyrir alla þá tækni og möguleika, sem nútíminn býður upp á, þá erum við aftur og aftur minnt á það með skýrum hætti, að náttúran, veður og mismunandi landgæði, með öll- um sínum blæbrigðum er sá höfuðsmiður sem við verðum að bera óttablandna virðingu fyrir. Það eru aðeins örfáir áratugir en ekki árhundruð síðan landsmenn fluttu úr torfkofunum í veiga- meira húsnæði. Langstærstur hluti mannvirkja á íslandi er tiltölulega nýr af nálinni, eða frá síðari hluta þessarar aldar. Á sama hátt hafa samgöngu- mannvirki, vegir, flugvellir og stórbætt hafnarað- staða orðið til að langstærstum hluta á síðustu 50 árum. Þessi bylting, sem óhætt er að kalla svo, hefur til orðið hérlendis á örskömmum tíma, en í nágrannalöndum okkar hefur þetta gerst að stór- um hluta, svo sem eins og á vettvangi híbýla og húsa og samgangna á landi með hægfara þróun um árhundruð. Þessi séríslenski veruleiki hefur sett sitt mark á þennan íslenska iðnað, verktaka- iðnaðinn, hann hefur byggst upp á tiltölulega fáum árum og þegar hlutirnir gerast hratt, þá verða oft miklar hræringar, kappið stund- um meira en forsjáin. Það á við bæði um verklag og vinnubrögð á þessum vettvangi, val verk- efna og einnig hvað varðar innri skipan í þessari atvinnugrein; þar hafa fyrirtæki komið og farið hraðar en auga á festir, þótt á síðari árum hafi nokkurt jafn- vægi komist á. Hinn svokallaði verktakaiðnaður hefur því eðlilega verið veiga- þungur í atvinnulífi landsmanna síðustu ár og áratugi. Það hefur sannarlega verið stórátak að koma landsmönnum undir viðunandi þak hvort heldur um hefur verið að ræða íbúðar- húsnæði ellegar atvinnuhúsnæði. Á sama hátt hafa augu stjórnvalda opnast, í orði kveðnu að minnsta kosti, fyrir arðsemi samgöngubóta, vega- framkvæmda, flugvallagerðar og hafnarmann- virkja. GJÖRBREYTTLANDSLAG Um þessar framkvæmdir á liðnum áratugum hefur verið sæmileg sátt, enda þörfin fyrir hraða upp- byggingu á þessum vettvangi verið Ijóslifandi. Það hefur þurft að koma fólki úr heilsuspillandi hús- næði, kröfur tímans um stórbættar aðstæður á vinnustað hafa líka kallað á nýframkvæmdir sem ekki varð vikist undan. Vissulega hafa verið uppi álitamál um forgangsröðun og verklag og vinnu- brögð við ýmsa þessa verkþætti og ekki allt verið til fyrirmyndar. En allir hafa verið einhuga um það, að átaks var þörf, fjármagn þyrfti að veita til mann- virkjagerðar. Eftirspurnin var einfaldlega til staðar og henni svöruðu stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins. Hraðinn hefur sannarlega verið mikill á þessum vettvangi á liðnum áratugum og Ijóst að öðruvísi hefði verið staðið að verki, að mörgu leyti, ef meiri tími og rúm hefði gefist til undirbúnings og íhugun- ar, áður en til skarar var látið skríða. En þetta er lið- in tíð, hún kemur ekki aftur. En af henni má læra. Það er hins vegar Ijóst með vísan til þessarar for- sögu, að á síðari árum hefur „landslagið" í þessum efnum gjörbreyst. Við getum nú orðið borið okkur 33 GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON, ALÞINGISMAÐUR

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.