AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 40
og eðlilegt er, hafa íslenskir verktakar látið til sín
taka á meginlandl Evrópu og munu gera það í
stærri stíl eftir því sem tímar líða fram.
ANDRÝMI OG LEIKREGLUR
Hér hef ég aðeins drepið á örfá atriði sem mikil-
vægt er að stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar
hafi í huga þegar kemur að mannvirkjagerð hér-
lendis. Margt annað væri nauðsynlegt að nefna.
Ég vil að lokum í skeytastíl nefna mikilvægi opin-
berra lánasjóða. Benda á hversu mikil breyting
varð með tilkomu húsbréfakerfisins úr því biðraða-
kerfi sem áður var við lýði og þýddi að fólk varð að
bíða árum saman eftir eðlilegri lánafyrirgreiðslu til
húsakaupa eða -bygginga. Ég tilgreini líka nauð-
syn þess að hlutverk og verklag lánasjóða iðnað-
arins verði tekið til endurskoðunar. Það er auðvit-
að ekki allt í lagi, þegar sjóðir á borð við Iðnlána-
sjóð og Iðnþróunarsjóð hafa safnað milljörðum í
eigin sjóði, en viðskiptavinirnir, flestar greinar iðn-
aðar, lepja dauðann úr skel. Eitthvað er að lána-
kjörum, eitthvað er ekki eins og það á að vera í
samskiptum sjóðanna og þeirra sem þar eiga að
njóta þjónustu.
Þessir sjóðir voru ekki settir á stofn til að safna
peningum í gullkistur, heldur til að veita ódýru fjár-
magni út í atvinnulífið.
Verktakaiðnaðurinn er mjög mikilvægur íslensku
þjóðarbúi. í augum allt of margra hefur hann yfir
sér ævintýrablæ og einnig hafa margir á tilfinning-
unni að þar sé margt laust í reipum. Þetta held ég
að sé liðin tíð. Við höfum góða verkþekkingu,
hörkuduglega verkamenn og í seinni tíð skynsam-
legri nálgun að þessum mikilvægu viðfangsefnum.
Við stjórnmálamenn eigum að gefa þessum iðnaði
andrými, möguleika til að þróast og dafna, setja
honum eðlilegar leikreglur, styðja hann og styrkja
með beinum og óbeinum hætti. Þessi iðnaður er í
bókstaflegri merkingu, hornsteinn byggðar í land-
inu.
Þetta vil ég gera. Þetta vill flokkur minn, Alþýðu-
flokkurinn gera. ■
(Byggt á erindi, sem flutt var á Mannvirkjaþingi 1995
- leturbreyt. AVS).
BÓKARKYNNING:
r
Ibókinni er fjallað um tvö sögufræg steinhús frá
18. öld, Viðeyjarstofu, byggða 1752-55 og Við-
eyjarkirkju, byggða 1767-74. Byggingarsaga
þeirra er rakin og greint frá breytingum sem gerð-
ar hafa verið á þeim allt fram á síðari hluta þessar-
ar aldar. Sagt er frá byggingarsögulegum rann-
sóknum og endurreisn húsanna sem unnið var að
á árunum 1969-88, fyrst á vegum Þjóðminjasafns
íslands og síðar á vegum Reykjavíkurborgar. Þá
er einnig fjallað um danska húsameistarann Niko-
lai Eigtved sem teiknaði Viðeyjarstofu. Bókin er í
stóru broti, 224 bls. að stærð og prýdd fjölda Ijós-
mynda og teikninga. Útgefandi er Viðey/Reykja-
víkurborg en dreifingu annast Hið íslenska bók-
menntafélag.
Þorsteinn Gunnarsson er meðal helstu sérfræð-
inga okkar í endurgerð gamalla húsa. Hann hefur
hannað endurreisn margra bygginga sem hafa
listrænt og menningarsögulegt gildi, þ. á m. nokk-
urra steinhúsa frá 18. öld. Bók um Hóladómkirkju
hefur hann einnig skrifað ásamt dr. Kristjáni Eld-
járn. ■