AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 44

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Side 44
átt viö lagnasviðið, en rannsóknir á því sviði hafa verið vanræktar til þessa svo og brunarannsóknir, en slíkar rannsóknir eru dýrari í framkvæmd og álitamál hvort grundvöllur sé fyrir þeim hérlendis. Önnur rannsóknarsvið sem ekki flokkast undir tæknirannsóknir, s.s. húsnæðisrannsóknir og skipulagsrannsóknir, hafa mjög lítið verið stundað- ar hérlendis. Þetta eru þó grundvallarsvið, sem hafa mikla þýðingu og svið sem flestar aðrar þjóð- ir reka öfluga rannsóknastarfsemi á. LOKAORÐ í upphafi var þess getið að hvatinn að þessari grein var skortur á stefnumótun stjórnmálaflokkanna hvað varðar rannsóknir og þróun á sviði mann- virkjagerðar. Ekki skortir þó pólitísk álitamál sem ástæða væri til að taka afstöðu til. Má þar t.d. benda á að Rb heyrir undir iðnaðar og viðskipta- ráðuneytið. Starfsemi stofnunarinnar varðar þó einnig verulega félagsmálaráðuneytið þar sem húsnæðismálin eru svo og umhverfisráðuneytið þar sem staðla- og reglugerðarmálin eru vistuð. Einnig má velta því fyrir sér, hvort eðlilegt sé að heildarframlag á fjárlögum til Rb, sem sinna á rannsóknum á öllum sviðum mannvirkjagerðar, sé ekki nema rúmar 50 mkr. á ári eða svipuð upphæð og Vegagerðin ein hefur í sínum rannsóknasjóði. Er eðlilegt að ekki sé unnt að fjármagna önnur rannsóknaverkefni en þau, sem séð erfyrir að beri árangur innan mjög skamms tíma, á sviði þar sem verðmætamyndun er jafnhá og raun ber vitni? Hvernig er unnt að tryggja hagkvæma fjármagns- nýtingu við viðhald og viðgerðir bygginga en eins og framannefnd rannsókn um viðhaldsþörf hefur leitt í Ijós mun fjármagnsþörf til þessa málaflokks stóraukast upp úr aldamótunum og stefnir í 30-40 milljarða árlega fjárþörf? Þetta er raunar sambæri- legt við það sem eðlilegt er talið í nágrannalöndum okkar. Þannig má lengi spyrja, en hér skal þó stað- ar numið. ■ í síðasta tölublaði AVS sem fjallaði um frítímamannvirki var grein skrifuð af Ómari Einarssyni fram.kv- stj. íþrótta- og tómstundaráðs. Því miður féll það niður að JÓHANNES LONG Ijósmyndari tók þær gullfallegu myndir sem fylgdu greininni. Við biðjum hann afsökunar á þessum mistökum. Heilsuráðgjöf á vinnustað w Iljósi þess að þeim £ að þeim fjölgar Istöðugt sem vinna allan sinn starfstíma sitjandi við tölvuskjá eykst einnig þörfin fyrir fræðslu um heilsuvernd þessara starfs manna. Til lengri tíma hefur vinnuvernd fjallað að mestu leyti um öryggi á vinnustað og fyrirbyggingu slysa, en í seinni tíð hafa augu manna opnast fyrir því að það er áhættusamt fyrir líkamann að vinna skrifstofustörf. Mikilsvert er að þeir sem stunda þessi störf séu vel upplýstir um þær hættur er að þeim steðja úr um- hverfinu og hefur Gks húsgagnaframleiðandi nú lagt nokkuð af mörkum í þágu þessarar upplýsing- ar. Þar hefur verið starfrækt um nokkurra mánaða skeið svonefnd heilsuráðgjöf sem felur í sér almenna fræðslu um heilbrigði, vellíðan og fyrr- greindar hættur. Einnig hefur fyrirtækið ráðist í útgáfu á riti er að þessari fræslu lítur. í ritinu er bent á að talið er að helstu ástæður fjarvista á vinnustað séu álagssjúkdómar og að heilsuvernd á vinnustað skili sér í meiri ánægju ' jafn í starfi og leik. Gks veitir við- skiptavinum þjónustu á þesu sviði og geta bæði fyrirtæki og einstaklingar fengið úttekt á starfsum- hverfi sínu með tilliti til skipulags og heilsuverndar. Umsjón með heilsuráðgjöfinni hefur Sjöfn Kjart- ansdóttir, hjúkrunarfræðingur. ■ 42 j

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.