AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 47
býsna erfið. Stofnunum hins opinbera er gert að selja tiltekinn hluta starfsemi sinnar á almennum markaði í því skyni að létta á fjármögnun rekstrar- ins. Verðlagning á þessari þjónustu er gjarnan lægri en t.d. hjá okkur FRV- félögum. Það kemur til af því að tekjurnar þurfa alls ekki að standa und- ir raunverulegum kostnaði, t.d. er húsnæðið hvort sem er til staðar, tölvukerfið sömuleiðis, þjálfun starfsmanna o.s.frv. Hér er ójafn leikur á ferðinni. Þessi leikur verður svo enn ójafnari, þegar horft er til þess, að lög um virðisaukaskatt svo og sam- keppnislög eru ekki virt sem skyldi. Aðskilinn fjár- hagur í starfsemi stofnana dugar hér engan veg- inn. Það væri þörf stefna stjórnmálaflokka að jafna þennan leik. KOSTNAÐUR VIÐ TÆKNIMANN Það kann að vera að stjórnendur stofnana almennt telji nauðsynlegt að hlúa að og vinna úr hugmynd- inni. Þetta kostar fé. Tæknimenn hafa fjölda hug- mynda í fórum sínum og hafa varið miklum tíma og fyrirhöfn við að banka upp á hjá hinu opinbera til að leita eftir fyrirgreiðslu. Hugmyndirnar eru sjálfsagt mjög misjafnar, ein á framtíð fyrir sér en önnur ekki, en því miður strandar málið gjarnan á því, að almenna fyrirgreiðslu fyrir hugvitsmenn er ekki að fá. Tækniþekking og reynsla er gjarnan til alls fyrst varðandi framkvæmdir og mannvirkjagerð. í kjöl- far áætlanagerðar og hönnunar fylgja síðan verk- takar, iðnaður og iðnaðarframleiðsla, kennsla og þjálfun og síðan almenn viðskipti viðkomandi þjóða í milli. Nágrannaþjóðir okkar sjá sér svo mik- inn hag í þessu, að þær í mörgum tilvikum gefa hluta tækniþekkingarinnar, t.d. áætlanagerðina, til þess að ryðja brautina að öðrum og miklu stærri viðfangsefnum og viðskiptum. Til þess að fjár- magna þetta er til staðar öflugt sjóðakerfi. Ef út- flutningur tækniþekkingar á að vera hluti af mark- vissri atvinnustefnu, verður að búa íslenskum fyrir- tækjum sömu aðstöðu og erlendir samkeppnisað- ilar búa við. ENDURREISNAR- OG ÞRÓUNARBANKAR íslendingar eru aðilar að Alþjóðabankanum (IBRD) og Evrópubankanum (EBRD). Vegna aðildarinnar eru íslendingar gjaldgengir í framkvæmdir, sem fjármagnaðar eru á vegum þessara stofnana. Að því ég best veit er fjöldi verkefna þó teljandi á fingr- um annarrar handar, en möguleikarnir eru hér fyr- ir hendi. Hins vegar erum við ekki aðilar að þróunarbönkum Asíu og Mið-Ameríku og þar getum við íslending- ar, hvort heldur sem fyrirtæki eða einstaklingar, ekki átt neinn þátt í framkvæmdum, sem þessar stofnanir standa fyrir, né undirbúningi þeirra. Þetta heftir mjög möguleika á útflutningi á t.d. þekkingu á nýtingu jarðvarma, en einmitt á þessum svæðum er hvað mest gróska í framkvæmdum á því sviði. Þetta er sorgleg staðreynd því með þessu vinna ís- lensk stjórnvöld óbeint gegn því, að íslensk fyrir- tæki hasli sér völl á þessum landssvæðum. Hér þarf markvissa stefnu og samræmingu. EVRÓPUSJÓÐIR Aðild okkar að EES átti að tryggja rétt íslenskra fyr- irtækja til starfa í Evrópu til jafns við evrópsk fyrir- tæki. Það kann að vera, að sami réttur sé til starfa, en þegar kemur að fyrirgreiðslu og fjár- magni á þetta ekki við. Við höfum aðgang að nokkrum rannsóknaráætlunum um styrki á ýmsum sviðum, en við höfum ekki aðgang að þeim sjóð- um, sem mest eru nýttir fyrir verkfræðiþjónustu og mannvirkjagerð. Sem dæmi má nefna að nýlega samdi verkfræðistofa við ítalskt fyrirtæki um þátt- töku í verkefni í Georgíu. Þessum samningi þurfti að rifta, þar sem fjármögnun verkefnisins frá Evr- ópusambandinu var bundin því skilyrði að aðeins fyrirtæki í Evrópusambandinu væru gjaldgeng að vinna verkefnið. JOULE THERMIE áætlunin er ein af þessum styrkjaáætlunum sem nærtil hvers konar verkefna á orkusviði, þegar kjarnorkan hefur verið undan- skilin. Stjórnvöld hafa auglýst þetta talsvert og nú þegar njóta nokkrir aðilar hér á landi styrks frá þessari áætlun. í sjálfu sér er þetta ágætt, svo langt sem það nær, en fyrirgreiðslan nær til helm- ings kostnaðar við tiltekin verkefni. Grundvöllur starfsemi fyrirtækja í FRV er að þiggja aðeins þóknun fyrir tiltekin verkefni beint frá verkkaupa sínum og ekki annars staðar frá. Þannig t.d. er ráðgjafinn ekki eigandi að viðkomandi verkefni og nýtur ekki afraksturs þess, þegar því er lokið. Þessi áætlun dugar því engan veginn sem fyrir- greiðsla fyrir verkfræðistofur við útflutning á tækni- þekkingu. Ég hef átt þess kost að ræða við félaga okkar Dani um sjóðakerfi Evrópusambandsins og fyrirgreiðslu þess. Aðeins í undantekningartilvik- um sækir hin venjulega verkfræðistofa um fyrir- greiðslu þar sem aðeins hluti kostnaðar er greidd- ur, eins og THERMIE áætlunin áðurnefnda, eða hvers vegna ætti hún að gera það, þegar nóg er af öðrum sjóðum til, sem fjármagna allt verkefnið? 45

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.