AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Blaðsíða 51
nám í greininni er viö nám á Norðurlöndunum.
Fyrir örfáum árum var talan um 80%, en þá voru á
annað hundrað við nám. Þessari þróun þarf að
snúa við og fjölga arkitektum verulega. íslensk
kunnátta á sviði byggingarlistar getur orðið mikil-
væg útflutningsvara bæði beint og óbeint. Óbeint
með því að stuðla að harmonisku og manneskju-
legu umhverfi sem laðar að ferðamenn og gerir
umhverfi íslendinga enn betra.
Stuðla þarf að sérhæfingu íslenskra arkitekta á
byggingum á norðurhjara (Winter Cities), hönnun
fiskvinnsluhúsa, matvælafyrirtækja, orkustöðva
o.fl. íslenskir fiskútflytjendur hafa undanfarin miss-
eri verið að koma upp fiskvinnslufyritækjum víðs-
vegar um heiminn til þess að vinna og selja fiskaf-
urðir á erlendum mörkuðum. Þarna hafa fyrirtæk-
in fengið margvíslega aðstoð frá opinberum aðil-
um sem stuðla að útflutningi og markaðsfærslu ís-
lenskra afurða. Ráðherranefndir eru sendar sem
brautryðjendur og aftur sem sporgöngumenn fyrir
einstakar greinar í íslensku atvinnulífi. íslenskt
hugvit á sviði hönnunar hefur ekki fengið slíka
þjónustu. Það er minnistæð umræðan í Danmörku
fyrir um 30 árum þegar Margrét Danadrottning fór
í sínar fyrstu opinberu heimsóknir. Þá var sagt að
Kekkonen Finnlandsforseti hafi tekið með sér sýn-
ingar á finnskri hönnun og arkitektúr meðan Mar-
grét tók með sér Den Kongelige Ballet.
EES-samningurinn hefur opnað möguleika ís-
lenskra arkitekta til þess að sækja á evrópskan
markað. Til þess að þetta skili sér þurfa arkitektar
að kunna leiðirnar að markaðnum. íslenskir arki-
tektar hafa forskot annarra Evrópuþjóða vegna
þess að þeir hafa lært fag sitt víðsvegar um heim-
inn og koma því inn í samkeppni með öðrum hætti
en arkitektar annarra Evrópulanda sem flestir eru
heimalningar hvað varðar menntun sína. Þarna
kemur fram ákveðinn kostur þess að ekki er kennd
byggingalistá íslandi. íslenskir arkitektar tala mörg
tungumál Evrópu. íslenskir arkitektar eru með
þeim tölvuvæddustu í Evrópu. íslenskir arkitektar
eru ekki bundnir á klyfjar hefðarinnar í byggingalist
á íslandi
Til þess að íslenskir arkitektar geti haslað sér völl
á mörkuðum utan landsins þarf að koma upp kerf-
isbundnu samskiptaneti þar sem arkitektar og
nemar í arkitektúr víðsvegar í Evrópu senda Arki-
tektafélaginu upplýsingar um öll útboð og allar þær
samkeppnir sem fram fara og eru á döfinni í lönd-
um Evrópubandalagsins á sviði arkitektaþjónustu
og dreifa þeim til arkitekta.
Það er gagnslítið að stilla mönnum bak við skrif-
borð á Iðntæknistofnun og ætlast til þess að menn
komi þangað og spyrji spurninga um Evrópska
Efnahagssvæðið. Útbúa þarf námskeið fyrir stjórn-
endur teiknistofa þar sem fjallað er um þessi mál
og koma á fót umboðsmannakerfi um álfuna. Veita
þarf styrki til verkefnaöflunar og hagstæð lán
vegna útflutnings á þjónustu.
Það hefur sýnt sig að þörfin fyrir tæknimenntað fólk
er sívaxandi í nánast hvaða fagi sem er. Arkitekt-
ar eru auk tæknimenntunar lærðir í listum og eru
sérstaklega þjálfaðir í því að sjá heildarmynd við-
fangsefnis síns, leita nýrra leiða og setja fram hug-
myndir sínar.
Eitt meginvandamál arkitektastéttarinnar á íslandi
er að þar eru flest fyrirtækin 1 -4 manna vinnustað-
ir. Mikilvægast í vinnuumhverfi arkitekta er að
vinnustaðirnir sameinist og stækki þannig að hér
á landi verði 5-10 vinnustofur arkitekta sem hafa
10-20 manns í þjónustu sinni. Við stækkun vinnu-
staðanna skapast meiri möguleikar á að breikka
þjónustusviðið og fjárfesta í nýjum mörkuðum og
á nýjum sviðum. Samfara stækkun vinnustaðanna
þarf upplýsingastreymi milli stofanna að vera
virkara þannig að nýjungum sem einstakar stofur
hafa góða reynslu af sé miðlað á skilvirkan og
markvissan hátt. Viðskiptaleyndarmálum og
tæknilegum framförum má ekki rugla saman. Ef
setið er á reynslusögum og tækninýjungum, kem-
ur það til með að tefja fyrir framþróun í umhverfinu.
Slíkt tefur fyrir möguleikum stéttarinnar á að hasla
sér völl á erlendum vettvangi og auðveldar erlend-
um aðilum að sækja á íslenskan markað.
Arkitektar eiga ekki að vera að reyna að selja þjón-
ustu sína til aðila sem ekki vilja kaupa hana. Það
má leiða rök að því að um 60% íslendinga sé ekki
sérlega umhugað um hvernig umhverfi þeirra lítur
út. Þessi hluti íslendinga er ekki tilbúinn til þess að
greiða fyrir að fá ráðleggingu um umhverfi sitt.
Verkefnin er að finna hjá þeim sem kunna að meta
þjónustunna en vita ekki að hún er fyrir hendi.
Þess vegna er kynningarstarf mikilvægt. En það
liggur í augum uppi að menn gera ekki annað en
að kynna sig meðan þeir eru að því.
„Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá
sem trúir á draug finnur draug“, sagði Halldór Lax-
ness í Sjálfstæðu fólki. Það fólk sem trúir því að
þörf sé fyrir það, verður ómissandi. Arkitektar, sem
ekki trúa því að þeir fái vinnu, fá hana ekki. Mark-
aðir fyrir arkitekta eru nægir. Það þarf aðeins að
finna þá og aðlaga þjónustuna kröfum þeirra. ■
49