AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 56
Hugmyndir voru kynntar á ýmsum stigum fyrir full- trúum sveitarstjórna og öörum hagsmunaaðilum eins og venja er þegar unniö er aö gerö skipu- lagsáætlana. í fylgiriti meö tillögu aö svæöisskipu- lagi miöhálendisins er listi yfir heimildir sem sam- vinnunefnd og ráðgjafar studdust við og einnig getið þeirra heimilda sem starfsmenn Fornleifa- stofnunar íslands, Náttúrufræöistofnunar, Orku- stofnunar og Veiöimálastofnunar nýttu sér viö samantektir vegna svæöisskipulagsvinnunnar. Vísaö er til um 500 prentaðra heimilda og er vand- séö aö hvaöa leyti sá vísindalegi grunnur er veik- „Höfundar telja það mikil mistök að af- henda fulltrúum sveitahreppa sem liggja að hálendinu lögsýslu- og skipulagsrétt, því í þeim sveitarfélögum búi aðeins 15.519manns eða um 4% þjóðarinnar. Margir aðrir aðilar telji sig hafa rétt til að fjalla um málið þegar verið sé að skipuleggja nœrri helming lands- . íí ins. ari en sá grunnur sem áöur haföi verið byggt á enda leitað til virtustu sérfræöinga á hverju sviði. Höfundar lýsa því aö árið 1991 hafi Trausti Vals- son ásamt nemendum sínum útfært landsskipu- lagshugmyndir sínar í hugmynd aö svæðisskipu- lagi miðhálendisins. Þá hafi, eins og hefö var fyrir, aö mati höfunda, allar landnotkunarhugmyndir hagsmunaaöila veriö settar inn á uppdrátt, en ekki ákveðið aö svo komnu máli hvar t.d. verndun eöa nýting skyldi ná yfirhöndinni. Þaö eigi aö vera ákvöröun þjóökjörinna stjórnvalda aö taka svo af- drifaríkar ákvaröanir því spurningin sé um þaö hvort ísland ætli að veröa verndunarland eöa orku- vinnsluland. Þaö væri til lítils aö vera að skipa skipulagsnefnd- ir og leita til skipulagsfræöinga ef hlutverk þeirra á aö vera það eitt aö kortleggja óskir allra hags- munaaðila. Miöaö viö þær aöferðir sem höfundar telja vera þær einu réttu ættu tæknilegir ráögjafar aö skilgreina hagsmunaaöilana og kortleggja ósk- ir þeirra. Hlutverk skipulags er aö afla gagna, lýsa eftir skoöunum, viðbrögðum, greina og meta og gera aö lokum rökstudda tillögu aö lausn. Sam- vinnunefndinni var fengið þaö hlutverk aö gera til- lögu aö stefnumörkun í landnotkun á miöhálend- inu. í þeirri tillögu aö stefnumörkun sem nú ligg- ur fyrir er sýnt fram á aö málið snýst ekki um ann- aðhvort friðun eöa orkuvinnslu. Þetta tvennt getur vel fariö saman. Höfundar bera saman þá aöferö sem Trausti not- aöi til aö nálgast verndunarhugmyndir og þá sem samvinnunefndin notaöi. í tillögu Trausta er hug- myndin mótuö af sýn til landsins alls og þess gætt sérstaklega að mjög verömæt svæði aö mati höf- unda, eins og t.d. orkuvinnslusvæöi, séu ekki sett í verndunarflokk. Tillaga samvinnunefndar hafi hins vegarfyrst og fremst mótast af miðhálend- inu og aðeins sýndur sá hluti vatnsmiðlunarlóna sem skipulagshöfundar telji aö eigi að koma til framkvæmda á skipulagstímabilinu. í fyrsta lagi er þess að gæta aö tillögur og hug- myndir Trausta miðast allar viö það aö byrjað veröi á því aö tryggja orkunýtingu nægjanlega rúm svæöi og síðan hugaö aö því hvaö hægt veröi aö gera við þaö sem eftir stendur. Meö þessu er verið aö segja að þaö sé hlutverk tæknilegra ráð- gjafa aö taka hápólitískar ákvarðanir. í ööru lagi er töluverður munur á og illa hægt aö bera saman vinnubrögð kennara og nemenda í vernduðu um- hverfi verkfræöideildar Háskóla íslands og vinnu- brögö nefndar sem skipuð er af umhverfisráö- herra á grundvelli skipulagslaga og er aö vinna aö raunverulegu verkefni. Nefndin kynnir tillögur sínar fyrir öllum hagsmunaaöilum og allri þjóöinni er gefinn kostur á aö tjá sig um þær. í þriðja lagi kem- ur þaö skýrt fram í tillögunni aö orkuvinnslusvæði eru flokkuð í núverandi, fyrirhuguð og hugsan- leg. Þau svæöi sem eru flokkuð sem hugsanleg eru þaö vegna þess að nefndin taldi aö ekki lægju fyrir nægjanlegar grunnrannsóknir, óvissa var um hagkvæmni þess aö virkja þau eöa aö svo miklir náttúruverndarhagsmunir væru í húfi aö skoöa þyrfti þessi svæöi betur. Höfundar hneykslast á því aö þrátt fyrir aö Alþingi hafi ekki samþykkt þá breytingu á sveitarstjórn- arlögum aö öllu landinu veröi skipt milli sveitarfé- laga þá hafi umhverfisráöuneytiö og skipulags- stjórn ríkisins leyft sveitarfélögum og héruðum að starfa aö skipulagi miöhálendisins í allmörg ár. Höfundar telja þaö mikil mistök aö afhenda fulltrú- um sveitahreppa sem liggja aö hálendinu lögsýslu- og skipulagsrétt, því í þeim sveitarfélögum búi aöeins 15.519 manns eöa um 4% þjóðarinnar. Margir aðrir aðilar telji sig hafa rétt til aö fjalla um málið þegar veriö sé aö skipuleggja nærri helming landsins. Alþingi samþykkti áriö 1993 aö bætt yröi bráöa- birgðaákvæði viö skipulagslög nr. 19/1964 sem geröi héraðsnefndum kleift aö mynda sérstaka samvinnunefnd til að gera tillögu aö svæöisskipu- 54

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.