AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Page 79
MENNING I HUSBYGGINGUM
eða nokkur orð um list þar sem list á (ekki) að vera.
J
f hverju eru snjókallar tilvaldir
skúlptúrar á almanna færi? (1 Þaö
er vegna þess aö þeir eru yfirleitt
reistir þar sem engir skúlptúrar
eða byggingar eru fyrir, þeir trufla
ækki umferð og engin umferö trufl-
ar þá - þeir eru utan alls skipulags Til nánari skýr-
ingar má benda á aö listaheimurinn er sjálfstæður
heimur í heiminum, en oftast stjórnaö af utanaö-
komandi öflum. Arkitektar eru
ábyrgir fyrir umhverfinu en
listamennirnir ekki og því er
snjókarlinn táknmynd eöa
dæmi um það frelsi sem tek-
iö hefur veriö af listamönnum,
enda listin yfirleitt þar sem
arkitektarnir vilja hafa hana
og eyðurnar þar í kring, rými snjókarlsins, er eyði-
mörk listræns frelsis sem nú er horfið. Og til aö
bæta gráu ofan á svart má benda á aö listamenn
og arkitektar hafa glatað fyrri áhuga á aö vinna
saman vegna þess aö arkitektar tapa yfirleitt áttum
í vinnu sinni „fyrir listina". í Ijósi þessa er arkitektúr-
inn ekki lengur móöir listanna, heldur miklu fremur
þaö afl sem markar henni óumbeöinn bás í samfé-
laginu og þaö gerir engin góö móöir aö loka börn-
in sín inni, hvaö þá úti!
Þetta dæmi um snjókarlinn er mjög gott til aö átta
sig á þeim tengslum sem eru milli arkitekta, lista-
manna og umhverfis þeirra og þeim átökum sem
augljóslega liggja í loftinu milli þessara fyrrum
Mynd 1. Sjómenn í landvillum. Lengi tekur skipulagið við
eða hvað réð hér ferðinni? ListRÆND afrek í umhverfinu
eru mörg og mergjuð. Hafnarmenning í Reykjavík.
nánu listgreina. Aðskilnaður arkitektúrs og mynd-
listar er söguleg staöreynd, en um þaö vitnar t.d.
hugtak eins og listskreyting og ég fjalla nánar um
síðar. Afleiöing þessa er sú sem ég lýsti í snjó-
kallasögunni - listin er ekki frjáls innan stjórnkerf-
is/skipulags arkitektúrsins - sem þýðir aö arkitekt-
úrinn nýtir sér myndlistina og vinnur fyrir hana, en
myndlistin hefur í seinni tíð meira og minna veriö á
eigin vegum og foröast þetta ofurvald arkitektúrs-
ins. Marktæk nútímamyndlist á ekki önnur skjól en
fráteknar stofnanir og gallerí fyrir myndlist, enda
„allt“ annaö myndlistarumhverfi skipulagt af arki-
tektum til annarra nota.
Ástæöur þessarar þróunar eru margar og ekki all-
ar sögulegar og vil ég velta hér upp nokkrum flöt-
um á því máli. í allri umfjöllun um list og rými hjá
arkitektum og listamönnum er greinilega um ólíkan
skilning á hugtökunum aö ræöa. Byggingarlista-
verkið er myndverk sem þjónar öllum listrænum og
praktískum þörfum og þegar arkitektar og skipu-
lagsfræðingar tala um rými, er þaö nær alltaf sem
praktískt eöa skipulegt, nákvæmlega úthlutaö og
skilgreint umhverfi. Þetta er allt annar skilningur
en listamönnum er tamur, en
hjá þeim er rýmiö yfirleitt hug-
lægt og hlutlaust, varla
rúmtakslegt - það er hug-
myndalegt og óáreiðanlegt.
Þessi ólíki skilningur skapar
togstreitu sem erfitt er aö upp-
ræta. Almennur skilningur á
rými er sá sami og arkitekta og því er arkitektum
treyst til að ráöstafa því í þágu almennings. Þrátt
fyrir þetta tel ég þennan praktíska rýmisskilning í
raun ekkert sannari en allan annan, listrænan eöa
huglægan á annan hátt.
Yfirleitt líta listamenn ekki svo á aö listræn eins-
leitni skapi merkingarlega heild í skipulagi, heldur
fjöldi smáatriða og aö skipulagsleg virkni markist
af öörum dráttum. Haldist þetta ekki í hendur verö-
ur útkoman merkingarleg virkni (torg = (merkingar-
laust Ingólfs-I) torg) og skipulegt yfirborösskraut
(tilviljanakenndar klisjur úr tengslum viö annaö
umhverfi - Eyvindur á fjöllum og ráðvilltir sjómenn
ENN
LENGRA
77
KRISTINN E. HRAFNSSON, MYNDLISTARMAÐUR