AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 88

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1997, Síða 88
DENNIS JOHANNESSON, ARKITEKT HÖNNUN ER ÓÞRJÓTANDI AUÐLIND IÐNAÐUR Á KROSSGÖTUM. Nú þegar aldamót- in nálgast bendir margt til þess aö íslenskt atvinnulíf standi á krossgötum nýrra leiða og tækifæra. Styrk- ari staða íslensks iðnaðar í nýju viðskiptaumhverfi veltur öðru fremur á hönnunar- og tækniþekkingu þeirra er í atvinnugreininni starfa. Því skiptir miklu máli fyrir íslenskan iðnað að hönnunar- og verkmenntun sé betur sinnt en nú er gert. Það er athyglisvert hversu stór hluti iðnvarnings á íslenskum markaði er innfuttur eða rúmir 50 milljarðar króna að heildsöluverðmæti og jafngildir það um 6.100 störfum í iðnaði. Sýnt hefur ver- ið fram á að innan 5 ára skapar sérhvert nýtt starf í iðn- aði 3.5 störf í öðrum greinum. Litið til fimm ára jafngild- Hönnun: Einar Þorsteinn Asgeirsson. Hönnun: Erla Sólveig Óskarsdóttir. ir því innflutningur iðnaðarvöru u.þ.b. 27.000 störfum. Mikilvægi þess að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu í þessum viðskiptum er því augljós. (heimild: Rit 96-2, iðnaðar-og viðskiptaráðuneytið). HÖNNUN ER AUÐLIND Hönnun er auðlind sem mikilvægt er að nýta nú þegar atvinnumál landsmanna standa á tímamótum. Framtíð- artækifæri islensks iðnaðar liggja fyrst og fremst í hönn- un og vöruvöndun. íslenskur iðnaður getur ekki keppt við ódýrar innfluttar fjöldaframleiddar vörur. Til þess er heimamarkaðurinn of smár. Þær þjóðir sem eru að ná árangri í iðnaði, leggja aðaláherslu hönnunarþáttinn í allri markaðsetningu og telja góða hönnun sterkasta vopnið í harðnandi samkeppni og styttri líftíma vöru. Breskar rannsóknir hafa staðfest að kostnaður við hönn- un í samanburði við aðra framleiðsluþætti er tiltölulega lítill, en af einstökum verkþáttum þá er hönnunarþáttur- inn sá þáttur sem skilar mestri arðsemi. (heimild: British Design Council). Slíkar niðurstöður hljóta að vera áhugasamar fyrir íslendinga. Hérlendis er fjöldi hönn- uða, sem flestir hafa stundað nám við úrvalsskóla í samkeppnislöndum okkar í Evrópu og Ameríku og það- an liggja straumar þekkingar til okkar. Afar misráðið væri að nýta ekki þekkingu, menntun og hæfileika þessa fólks. Hönnun tengist allri atvinnustarfsemi, svo sem byggingariðnaði, framleiðsluiðnaði, ferðamannaiðnaði o.s.frv. Hönnun nýtist ekki aðeins innlendri framleiðslu heldur er einnig hægt að flytja hana út í formi hugvits. TILLÖGUR TIL ÚRBÓTA: Til að hér á landi geti dafnað öflugur framleiðsluiðnaður, hljóta íslendingar að þurfa að stórefla hönnunarstarf- semi í landinu. Það verður ekki gert með skyndiátaki heldur með því að treysta undirstöðurnar til lengri tíma. Mín framtíðarsýn er í stórum dráttum svona: 1. MARKA OPINBERA ATVINNU- OG MENNINGAR- STEFNU Leggja þarf áherslu á að hið opinbera marki framsækna og frjálslynda atvinnu- og menningarstefnu þar sem lögð er áhersla á innlenda hönnun og framleiðslu. Slík stefna verður að byggja á virkri samvinnu yfirvalda, atvinnulífs- ins, arkitekta og hönnuða svo og neytendanna. Það skiptir miklu máli að viðhorf opinbera aðila til íslenskrar hönnunar og framleiðslu sé jákvætt. Strax mætti hefjast 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.