AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 33
NÝJUNG DuPont kynnir umboðsaðila fyrir Corian® á íslandi ORGUS ehf. hefur verið valið umboðsaðili DuPont á íslandi fyrir Corian®,, en það er fyrsta efni sinnar tegundar sem sett er á almennan mark- að. ORGUS ehf. sem er í eigu Ömólfs Sveinssonar og Guðrúnar Björnsdóttur mun sjá um framleiðslu, ásamt markaðsmálum fyrir Corian® á íslandi. Með því að velja ORGUS ehf. umboðsaðila sinn á íslandi vill DuPont sem framleiðandi Corian® tryggja að unnt sé að mæta sérstökum þörfum íslensks mark- aðar og jafnframt auka skilvirkni og sveigjanleika í þjónustu við viðskiptavini. Þróun DuPont á Corian® hófst á miðjum sjöunda áratugnum með því að framleiða gegnheilt efni án samskeyta sem notað er m.a. í innréttingar fyrir heim- ili, fyrirtæki og stofnanir. Corian® er gætt þeim eiginleikum að draga ekki í sig vökva eða bletti frá öðrum efnum. Það er auðvelt í þrifum, hefur mikla endingu og er umhverfisvænt. Corian® er hægt að forma á mismunandi vegu eftir óskum viðskiptavinarins og er auðvelt að gera við og endurnýja ef þess þarf. Corian® er fáanlegt í um 70 litum. Peter Wintzer, markaðsstjóri DuPont Corian® á Norðurlöndum hefur þetta að segja: „útbreiðsla Corian® fer ört vaxandi á mörkuðum í öllum löndum Evrópu. Með því að velja ORGUS ehf. sem um- boðsaðila á Islandi verður auðveldara að bregðast við þörfum viðskiptavina, auk þess náum við betur til íslenska markaðarins.“ A næstunni verða fulltrúar DuPont Corian® staddir hér á landi. ORGUS ehf. mun af því tilefni verða með sérstaka kynningu á Corian® fyrir fagfólk. Nánar verður greint frá þessari kynningu síðar. Til að nálgast frekari upplýsingar um DuPont Corian® er bent á heimasíðu fyrirtækisins, „The Corian® Community“, www.corian.com eða hafa sam- band við: ORGUS ehf. Smiðjuvegi 11E, 200 Kópavogi Sími 544-4422 Anita Bertelsen, fjölmiðlafulltrúi, DuPont information Service. ■ DæmiÓ er einfalt. Besti pappírinn, + besta veróið, = bestu kaupin.. Skyggna Myndverk Laugavegur 178 105 Reykjavík Sími: 568 8766 Fax: 562 1466 Netfang: skyggna@skyggna.is

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.