AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 48
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON, ALÞINGISMAÐUR, FYRRUM BÆJARSTJÓRI SKIPULAG ER RANHI SAHFÉLACSINS var eiga skólar að vera? Hversu há og þétt á byggðin að vera og hversu mörg og víðfeðm opin svæði? Hvernig á að haga samspili íbúða- byggðar og svo aftur svæða fyrir at- vinnurekstur og þjónustu? Hvernig á að tryggja greiðar,en jafnframt öruggar samgöng- ur; gangandi, hjólandi, ríðandi og akandi? Og fljúgandi og siglandi? Hvar verður unnt að stunda íþróttir? Hvar er menningin, kirkjan, verslunin? Það er allt þetta og svo langtum fleira sem skipu- lagsmál snúast um. Skipulag er rammi samfélags- ins; sköpun og/eða viðhald umhverfis, sem stuðlað getur að velsæld og hamingju alls almenn- ings, en tekur jafnframt tillit til hinna ólíku þarfa fólks. Þéttbýlismyndun hefur þróast á ýmsan veg hér á landi og langt í frá alltaf eftir fyrirfram gefnum forsendum; útpældu skipulagi. Það er raunar ekki fyrr en á þeirri öld sem nú er senn á enda, sem menn hérlendis gáfu mikilvægi skipulags einhvern gaum. Uppbygging og ákvarðanir fyrri tíma eru eðlilega með ýmsu móti og taka mið af samtíman- um hverju sinni. Sumt er þannig barn síns tíma í þeim efnum og hefur þá gjarnan þurft að breyta með róttækum hætti fyrirkomulagi byggðar og þjónustu til að mæta þörfum nútímans. í öðrum til- vikum hefur form og innihald byggðarinnar staðist býsna vel tímans tönn og mætt þörfum nútíma- fólks með prýðilegum hætti með minniháttar breytingum og aðlögun. ÓLÍK SVEITARFÉLÖG Á suðvesturhorni landsins hafa sveitarfélögin, sem nú eru átta talsins og mjög mismunandi að stærð, í tímans rás tekið á sig mismunandi yfir- bragð. Stundum meðvitað samkvæmt fyrirfram gerðum langtímaforsendum, en oft einnig fyrir lítt fyrirséða þróun byggðar. Sum þessara sveitar- félaga byggja á gömlum merg, þar sem íbúða- byggð, atvinnurekstur og þjónusta hafa um ára- tuga- og aldaskeið verið sjálfsögð blanda. Önnur sveitarfélög hafa breyst úr sveit í þorp og síðan í bæ á örfáum áratugum. Fyrst hefur fólkið komið og byggðarlögin um tíma verið eins konar svefn- bæir, þar sem atvinna og þjónusta hefur að veru- legu leyti verið sótt í önnur sveitarfélög af íbúun- um. Þetta hefur breyst hægt og bítandi. Sveitar- félögin á svæðinu eru flest að mestu sjálfum sér nóg um grundvallarþjónustu. Hins vegar hefur það fest í sessi og mun ekki breytast, að allt suðvesturhornið er eitt atvinnusvæði og íbúarnir sækja vinnu þvert á bæjarmörk. í sumum ** en hínír sem geta státað af fólksfjölgun, segja á hrinn bóg- rinn að nýju íbúarnrir hafri Mkesrið með fótunum.4* sveitarfélaganna hafa orðið fólksfjölgunar- sprengjur við og við og gjarnan hafa þau skipst á þeim hlutverkum eftir tímabilum - hefur þar ráðið stefnumörkun stjórnenda einstakra sveitarfélaga frá einum tíma til annars, svo sem varðandi lóðaframboð, markaðssetningu sveitarfélagsins og fleira. Svæðið á hins vegar það sameiginlegt að þar hefur orðið gífurleg fjölgun síðustu áratugi; fjölgun sem ekki sér fyrir endann á. Það er Ijóst að örar sveiflur í mannfjölda reynast sveitarfélögum ævinlega erfiðar. Þar eins og í flestu öðru er farsælli fyrirséð hæg og yfirveguð þróun. Hins vegar hefur óneitanlega verið í gangi meðvituð og ómeðvituð samkeppni um sálirnar; það sveitarfélag sem ekki hefur státað af umtals- verðri fjölgun íbúa hefur gjarnan verið talið eftir- bátur hinna. Forsvarsmenn þeirra hafa gjarnan fengið það í hausinn, t.d. í umræðu fyrir sveitar- stjórnarkosningar, að enginn vilji í sveitarfélagið þeirra, en hinir, sem geta státað af fólksfjölgun, segja á hinn bóginn að nýju íbúarnir hafi „kosið með fótunum". BÆJARNÖRK TIL VANDRÆÐA Mörk þessara sveitarfélaga hafa til orðið með til- viljanakenndum hætti, oftast á sögulegum for- sendum, sem eiga litla skírskotun til nútímans og hafa oftar en ekki verið farartálmi framfara og eðli- 46

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.