AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 55
Svæðrisskripulag höfuðborgarsvæðísíns Nú rcymr á Svæðisskipulag er skipulagsáætlun sem tekur yfir tvö eða fleiri sveitar- félög. Hlutverk svæðisskipulags er að samræma stefnu hlutaðeigandi sveit- arfélaga um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þró- un byggðar á svæðinu á minnst 12 ára tímabili. Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum skal svæðisskipulag gert að frumkvæði sveitarfélag- anna eða Skipulagsstofnunar. Nú er unnið að gerð svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið og er það í þriðja skiptið sem slík vinna hefur farið af stað. Fyrir þá sem fylgst hafa með örum vexti á höfuðborgarsvæðinu, auk- inni umferð og umræðu um staðarval verslunar- miðstöðva, flugvallar og fl. kemur það ekki á óvart að ákvörðun hafi verið tekin um að ráðast í þetta verkefni. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins hefur lagt mikinn metnað í þetta eitt stærsta skipulagsverkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu áratugum. í fyrri tilraunum var mikil vinna lögð í öflun upplýsinga og umræðu um einstaka málaflokka skipulagsins. Fyrst eða á árunum fyrir 1970 var það staðarval innanlandsflugvallar og síðar á miðjum 8. áratugnum var það bílaumferð- in. í hvorugt skiptið náðist að marka sameiginlega stefnu sveitarfélaganna nema að takmörkuðu leyti. Hafi eitthvað náðst gleymdist það fljótt í gerð og framkvæmd aðalskipulags einstakra sveitar- félaga. NÚ REYNIR Á AÐ VEL TAKIST TIL Mikilvægt er að í upphafi skipulagsvinnu séu skilgreind þau viðfangsefni sem samvinnunefnd ætlar sér að taka á. Auk þess að uppfylla form- og efniskröfur laga- og reglugerða þarf að tiltaka og skilgreina þau viðfangsefni sem ástæða er talin til að skoða í þeim tilgangi að marka sameiginlega stefnu um. Þetta á ekki síst við um viðfangsefni sem varða sameiginlega hagsmuni allra sveitar- félaganna, s.s. eins og samgöngur, staðarval miðsvæða og nýrra íbúðasvæða og áfangaskipt- ingu í uppbyggingu þeirra þ.e. þróun byggðar. Vel skilgreind viðfangsefni auðvelda alla öflun upplýsinga og gerir það að verkum að hún getur orðið umfangsminni og túlkun og mat á áhrifum forsendna á svæðisskipulagið verða markvissari. Fyrst og fremst er því aflað þeirra upplýsinga sem beinlínis eru nauðsynlegar til grundvallar stefnu- mörkun. Þetta hefur oft reynst erfitt í framkvæmd þar sem mun auðveldara er yfirleitt að halda áfram að safna upplýsingum og greina þær heldur en að færa sig yfir á næsta þrep og taka ákvarðanir og marka stefnu. ffÞegar á reynir á sér oftar en ehhi stað áhveðin útvötnun stefnumiða í meðferð sveitar- stjóma á shipulagstillögum eða hitt að sveitarstjómir setjja sig lítið inn í málið fyrir staðfest- ingu svæðisshipulagsins og fara svo fram á breytingar um leið og á reynir.éé Meginmarkmið svæðisskipulagsins þarf að vera Ijóst. Meginmarkmið gæti t.d. verið samræmd byggðaþróun og að höfuðborgarsvæðið virki sem ein heild. Á grundvelli þess eru sett markmið í öðrum þeim málaflokkum sem samvinnunefndin ákveður að taka á í svæðisskipulaginu eins og t.d. samgöngum. Til þess að svæðisskipulagið nýtist sem það stjórntæki sem því er ætlað að vera er mikilvægt að samstaða sé um þær leiðir sem farnar verða til að ná settum markmiðum. Einstök sveitarfélög geta haft skynsamlega framtíðarsýn um stefnu í þróun mála innan sinna marka og nái samvinnunefnd að samræma sjón- armið getur hún lagt fram markvissa og vel rök- studda skipulagstillögu þar sem allt gengur upp. Þegar á reynir á sér oftar en ekki stað ákveðin 53 STEFÁN THORS, SKIPULAGSSTJÓRI RÍKISINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.