AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 60
DR. HALLDÓRA ARNARDÓTTIRT, LISTFRÆÐI VIÐBYGGING Rafael Noneos við ráðhúsið i Hurcia á Spáni Þessi grein fjallar um hvernig byggt er við opin- bera byggingu inni í grónu og svipmiklu borg- arhverfi. Umhverfið, kjarni borgarinnar, er mjög viðkvæmt svæði bæði hvað snertir sögu þess, lit- skrúðugt mannlíf og uppákomur. Árið 1998 lauk spænski arkitektinn Rafael Moneo mjög athyglisverðri viðbyggingu við ráðhúsið í Murcia á suð-austur Spáni. Samkeppni hafði verið haldin nokkrum árum áður þar sem spænski arkitektinn Noguerol bar sigur úr býtum. Úrlausn hans hlaut hins vegar svo mikla gagnrýni að borgarstjórn Murcia ákvað að fresta verkinu um óákveðinn tíma. Það var ekki fyrr en Rafael Moneo var falið að hanna bygginguna árið 1993 að tekið var til starfa að nýju. Söguleg tengsl og skilningur á umhverfinu voru mjög áríðandi þættir fyrir Moneo í þróun bygging- arinnar. Næmi fyrir staðsetningu hennar var sérstaklega mikilvægt vegna þess að hún snýr á móti virtri barrokdómkirkju við Plaza Cardinal Belluga í eldri hluta borgarinnar. Bandaríski arkitektinn Robert Venturi hafði verið mjög snortinn af þessari kirkju og birti Ijósmynd af ' f ' 58

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.