AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 61
framhlið dómkirkjunnar í bók sinni Complexity and Contradiction (1966) þar sem hann setti hana í samhengi við kenningar sínar um að ekki væri allt sem sýndist í byggingum. Nefndi hann, sem dæmi, að hár bogi á framhlið kirkjunnar léti líta svo út að inngangurinn væri miklu reisulegri en raun ber vitni. Boginn er brotinn niður í smærri einingar - margt smátt gerir eitt stórt - og í því gervi vitnar hann í hlutföll torgsins framan við kirkjuna og um leið er hann táknrænn um stærð Murcia-héraðsins alls. Sitt hvorum megin við dómkirkjuna eru annars vegar látlausar en fallegar íbúðarbygging- ar sem ber lítið á gegn veldi kirkjunnar og hins vegar höll kardinálans sem nafn torgsins er dregið af. Moneo hugleiddi mikið þessa kröfuhörðu nágranna og hvernig hægt væri að byggja inn í torgið Cardinal Belluga rými sem skipað væri svo glæsilegum einstaklingum. í eðli sínu varð nýja ráðhúsið að meta vægi kirkjunnar, þ.e. kaþólsku trúarinnar. Tvö öfl yrðu hluti af sama rýminu og tengdust sjónrænum böndum þó ekki væri beinn aðgangur á milli þeirra. Inngangur inn í ráðhússbyggingu Moneos er 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.