AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 65

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 65
Þróunaráætlun míðboraar rið 1997 tóku Reykjavíkurborg og Miðborgarsamtökin höndum sama um að vinna að gerð þróunaráætl- unar fyrir miðborg Reykjavíkur. Borgarskipulagi Reykjavíkur var Lfalin umsjón verkefnisins og naut við það aðstoðar enska ráðgjafafyrirtækisins Bernard Engel Architects Planners (BEAP). Unnið var í náinni samvinnu við ýmsa þá sem hagsmuna eiga að gæta í miðborginni en þar má nefna íbúa, kaupmenn, Miðborgarsamtökin, Þróunarfélag Reykjavíkur, fjármálafyrirtæki, fjármálastofnanir, nefndir og stofnanir borgarinnar o.fl. í ársbyrjun 1998 var Þróunaráætlun skipt í tvo hluta; stjórnunarþátt og skipulagsþátt. Sérstök Miðborgarstjórn var sett á laggirnar og henni fal- inn stjórnunarþátturinn en Borgarskipulagi Reykja- víkur falin umsjón skipulagsþáttarins. Undir- búningur að framkvæmd skipulagsþáttar Þróunar- áætlunar hefur staðið síðan. Eins og áður hefur verið unnið í samvinnu við hagsmunaaðila og margar góðar ábendingar borist sem tekið hefur verið tillit til. HVAÐ ER ÞRÓUNARÁÆTLUN? Þróunaráætlun miðborgarinnar er ný leið til að stuðla að uppbyggingu miðborgar Reykjavíkur. Byggt er á aðferðum sem tíðkast víða í nágranna- löndum okkar en hafa ekki áður náð að festa rætur hér á landi. Þróunaráætlun er fyrst og fremst stefnuföst áætlun um skipulagsmál eða heildrænt skipulag fyrir miðborgina þar sem ákvarðanir er 1. kort: Afmörkun miöborgar og miðborgarsvæöis ----- Miðborg - “ Miðborgarsvæði f t t* t 63

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.