AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 66
varða landnotkun, notkun, ásýnd, umferð, hús-
vernd, útivist, uppbyggingu o.fl. eru settar fram.
Þróunaráætlun er auk þess ætlað að setja leik-
reglur um samskipti og vera vettvangur breytinga
á lögformlegum skipulagsáætlunum er varða þró-
un miðborgarinnar.
Tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Reykja-
víkur 1996-2016 sem hér fer á eftir er fyrsta skref
af mörgum. í beinu framhaldi munu fleiri breyting-
ar á skipulagsáætlunum og ýmsar samþykktir, er
varða miðborgina, líta dagsins Ijós og verða kynnt-
ar.
HVERS VEGNA ÞROUHARAÆTLUN?
Grundvöllur Þróunaráætlunar er sú skoðun
margra að ástand miðborgarinnar gæti verið mun
betra en það er í dag. Það á jafnt við um þá sem
þar búa, starfa, stunda rekstur eða sækja hana
heim. Flestir bera hins vegar taugar til miðborg-
arinnar og vilja auka veg hennar. Markmið Þróun-
aráætlunar lúta í meginatriðum að þremur þáttum
þ.e. efnahagslegum vexti og uppbyggingu, félags-
legum og samfélagslegum þörfum og bættu um-
hverfi. Með Þróunaráætlun og þeim breytingum
sem hún hefur í för með sér er jafnframt verið:
■ Að skapa grundvöll að lýðræðislegri þátttöku
í lögformlegri stjórnun uppbyggingar.
■ Að skapa grundvöll að samræmingu og jafn-
ræði í uppbyggingu og landnotkun.
■ Að leggja grunn að áætlun um eftirlit með
framkvæmd skipulags og sískoðun á því.
Þróunaráætlun fjallar um það svæði sem í
dagiegu tali kallast miðborg, hér eftir kallað mið-
borgarsvæði(Höfðatún, Langahlíð, Hringbraut,
Ljósvallagata,Hofsvallagata, Ægisgata, Tryggva-
gata og Sæbraut, sjá 1. kort hér að aftan).
Áætlunin verður unnin á þann hátt að hverju
sinni verða teknir fyrir hlutar miðborgarsvæðisins
en ekki gerðar breytingar á því öllu í einu. í fyrsta
framkvæmdaþætti hennar er unnið með verslun-
arsvæði miðborgarsvæðisins þ.e. Laugaveg,
Hverfisgötu, Skólavörðustíg, Kvosina, og stofn-
anasvæði Arnarhváls. Með öðrum orðum þann
hluta miðborgarsvæðisins sem hefur landnotkun-
arflokkinn miðborg-miðsvæði í Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1996-2016, hér eftir kallað miðborg.
Þessi fyrsti framkvæmdaþáttur kallar á breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016 og samþykkti skipulags-og umferð-
arnefnd Reykjavíkur á fundi sínum 11. október s.l
að senda tillögu þess efnis í lögformlega kynningu
sem nú stendur yfir. Á næstu misserum verður
fjallað um öll svæði miðborgarsvæðisins á svipað-
an hátt þó ekki þannig að allar tillögur Þróunar-
áætlunar leiði til breytingar á aðalskipulagi borgar-
innar.
HVAÐ ER FYRSTI HLUTI ÞROUNAR-
AÆTLUNAR?
Sú tillaga sem samþykkt var í skipulags-og
umferðarnefnd felur í sér:
1. Breytta afmörkun hluta miðborgarsvæðisins
sem í Aðalskipulagi Reykjavíkur hefur landnotk-
unarflokkinn miðborg-miðsvæði og aðrar land-
notkunar breytingar sem því fylgja (sjá 2. kort).
2. Nánari skilgreiningu á landnotkun miðborg-
arsvæðisins í landnotkunarreiti í samræmi við ríkj-
andi og fyrirhugað skipulag, þ.e. miðborgarkjarna,
atvinnusvæði og verslunarsvæði (sjá 3.kort).
3. ítarlegri skilgreiningu á notkun innan ein-
stakra landnotkunarreita með vísan til staðbund-
innar samþykktar.
Tillagan fjallar í meginatriðum um að stýra
landnotkun í miðborginni nánar en gert hefur verið
hingað til. Þannig er 3. liður hér að ofan nákvæm
flokkun og greining á landnotkun. Flokkunin bygg-
ir á enskri fyrirmynd, sk. „use classes" en mikil
vinna hefur verið í lögð í að laga þá að íslenskum
aðstæðum.Tilgangur með skilgreiningu á notkun-
arflokkum er að einfalda framsetningu skipulags-
áætlana þannig að skýrari reglur gildi um það
hvaða notkun má vera hvar.
Markmið með nánari flokkun á notkunarflokkum
eru eftirfarandi:
1. Að til verði flokkunarkerfi sem skilgreini, af
meiri nákvæmni en nú, mismunandi notkun
svæða og bygginga í miðborginni.
2. Að Ijóst sé hvenær þurfi heimild skipulags-og
byggingaryfirvalda þegar tillaga er gerð um breytta
notkun byggingar, lóðar eða svæðis.
3. Að nákvæmara sé hvaða notkun má vera inn-
an einstakra landnotkunarreita miðborgar og slík
flokkun tryggi betur:
■ Að andstæð notkun verði skilin að hvenær
sem slíkt er mögulegt.
■ Nauðsynlega fjölbreytni og bæti úr ójafnvægi.
Réttindi einstakra íbúa, atvinnurekenda, gesta og
borgarinnar í heild.
■ Jafnræði borgaranna.
í tillögu skipulags- og umferðarnefndar er gert
64