AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 74

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 74
HEIÐAR Þ. HALLGRÍMSSON, VERKFRÆÐINGUR Landupplýsíngakerfí Reykjavíkur Landupplýsingakerfi Reykjavíkur er heiti á samvinnuverkefni Borgarverk- fræðings, Orkuveitu (áður Hitaveitu og Rafmagnsveitu), Vatnsveitu, Borgar- skipulags og Landssímans um upp- byggingu og rekstur samtengds og samhæfðs landfræðilegs gagnagrunns og upp- lýsingakerfis fyrir Reykjavík, en skammstöfunin LUKR er jafnframt notuð sem samheiti á gagnasöfnum þessa gagnagrunns. Formlegt samstarf um þetta verkefni hefur nú staðið frá febrúar 1988. Á árinu 1993 var búið að tengja aðildarstofnanir LUKR í háhraðanet og koma upp samræmdu notendaviðmóti og í ársbyrjun 1996 var fruminnsetningu í flest helstu gagnaþemun (gagnasöfnin) lokið. Notkun landfræðilegra upplýsingakerfa eða landupplýsingakerfa (sk.st. LUK) hefur á þessum árum hvarvetna farið mjög vaxandi, ekki síst sem upplýsingaveita í borgum. Á sama tíma hefur sérhæfður hugbúnaður á þessu sviði tekið stór- stígum framförum, og einnig tölvubúnaður og netkerfi. Landupplýsingar eru skilgreindar sem upplýsingar, sem tengjast eða tengja má ákveðn- um stað, svæði eða heimilisfangi. Ljóst er að yfirgnæfandi hlutfall upplýsinga í borgum fellur undir þetta hugtak. Vandfundinn er betri grund- völlur en LUK til að tengja saman allar upplýsing- ar í einni borg í eina heild, þótt vissulega séu til upplýsingar sem tengjast aðeins borginni sem heild en ekki einstökum svæðum hennar eða stöðum. í árslok 1989 var valinn hugbúnaður frá ESRI- fyrirtækinu í Kaliforníu, sem var þá og er enn í fararbroddi á sviði LUK-kerfa. Hugbúnaðurinn heitir Arc/INFO og gengur á flestum UNIX-vinnu- stöðvum, en við úrvinnslu gagna og kortafram- leiðslu er jafnframt notaður hugbúnaðurinn Arc- View, sem keyrir undir Windows á PC-vélum. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að veita þeim sem á þurfa að halda aðgang að gögnum í LUKR og hefur svo verið gert frá miðju ári 1992. Á svipuðum tíma var notkun tölvuvæddra hönnun- ar- og teiknikerfa (CAD o.fl.) að færast mjög í vöxt og þá fór jafnframt að vanta sárlega stafræna kort grunna. Komu vaxandi gagnasöfn LUKR því í góðar þarfir. Markviss uppbygging safnanna hófst vorið 1990, en frá ársbyrjun 1997 hefur verið hægt að taka gögn úr LUKR út á Vefnum og hefur sú aðferð færst mjög í vöxt. Nú eru gagnaafgreiðslur um 400 á ári til á annað hundrað aðila. Þetta eru einkum arkitektar, auglýsingastofur, fyrirtæki í út- sendingum, garðarkitektar, hugbúnaðarfyrirtæki, skipulagsfræðingar, verkfræðistofur, verktakar svo og einstaklingar í rekstri. í gagnasöfnum LUKR eru eftirtalin gagnaþemu afgreidd til almennings: Lóðamarkalínur: Miðlínur gatna, kantar & bílast. Þema Aðalskipul. Göngustígar og stéttar, holræsi og br. G(runn)mynd Hús og byggingar. Strandlínur: Ár og vötn, símastrengir o.fl., raf- lagnir o.fl. Fastm./hæðarmerki. Hæðarlínur: Hitalagnir o.fl., vatnslagnir o.fl. Auk framantalinna gagna eru ýmis gögn sem ekki eru til afgreiðslu en eru notuð á viðkomandi stofnunum. Má þar m.a. nefna ýmis sérhæfð gögn á veitunum og einnig mikið af loftmyndum og rétt- myndum, þar sem höfundar- og birtingarréttur er hjá öðrum en aðilum LUKR. Afgreiðsla stafrænna gagna fer nú orðið að mestu leyti fram á Veraldarvefnum á Netinu. Slóðin er: www.rvk.is/lukr. Þar er hægt að fá ýtar- legar upplýsingar um gögn í LUKR og afgreiðslu þeirra, t.d. um verðlagningu, ábyrgð, gagnaform, hnitakerfi o.fl. Gagnavinnsludeild LUKR hjá Borg- arverkfræðingi, á 2. hæð í Skúlatúni 2, sér um afgreiðslumálin fyrir hönd aðila LUKR. Þangað snýr sér nýr viðskiptamaður sem ætlar að fara að taka út gögn. Hann skrifar undir s.k. vefsamning og fær úthlutað notandanafni og lykilorði, en sam- ningsskjalið er einnig hægt að sækja á Netið og koma með það undirritað. Eftir þetta getur hann að vild tekið út gögn eins og lýst er á Netinu og fær reikning sendan eftir á. Við grafísku gögnin eru tengdar ýmsar „eigindir" (attributes), en það eru mikilvægar upplýsingar, 72

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.