AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 77

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 77
fyrirspurnatól sem gera almennum notendum fært að tvinna saman fyrirspurnir í framantalin gagna- söfn og sækja þangað margvíslegar upplýsingar. Hér verður drepið á tvö slík tól sem eru í þróun og hafa hlotið nöfnin Borgarsjá og Borgarvefsjá. Borgarsjá hefur verið í þróun síðan í byrjun s.l. árs. Hún er forrituð í Delphi, notar s.k. Map Objects korteiningar og er ætluð fyrir notkun á einkatölvum með Windows notendaumhverfi á aðildarstofnunum LUKR. í Borgarsjánni eru nú fyrir hendi fjölmargir möguleikar til að tvinna sam- an fyrirspurnir í öll framangreind gagnasöfn. Svo dæmi séu tekin getur notandinn afmarkað sér svæði á skjánum með mörgum aðferðum, spurt um mál til meðferðar í nefndum borgarinnar á tilteknu tímabili á þessu svæði, fengið þau hús eða lóðir í sérstökum lit, nafnalista íbúa eða eig- enda, fengið fólksfjölda og aldursdreifingu, verð- mæti lóða og bygginga sett fram með ýmsu móti, margvíslegar upplýsingar um hús og lóðir, um landnýtingu úr Aðalskipulagi, vegalengdir, flatar- mál o.fl. Borgarsjáin getur bæði svarað spurning- um af gerðunum „hvað er hér?“ og „hvar eru ...?“. Borgarvefsjá er styttra á veg komin. Henni er ætlað að leysa svipuð viðfangsefni og Borgar- sjá, en verður aðgengileg almenningi á Netinu. Hún er forrituð í Java. í fyrsta áfanga sem gert er ráð fyrir að opna almenningi í haust í tengslum við heimasíðu Reykjavíkurborgar verður hægt að fá kort af húsum og lóðum í borginni, m.a. með því að slá inn heimilisfang, stækka og minnka kortið og færa sig til („zoom“ og ,,pan“), sjá fólksfjölda í húsum, öll lagnakerfi, fylgjast með úthlutun lóða í Grafarholti frá degi til dags og fá almennar upplýsingar um lóðaúthlutanir. í næstu áföngum eru ýmsar hugmyndir í bígerð, m.a. er áhugi á að fólk geti fylgst með hvort og þá hvenær fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar á stað sem menn velja sér, geti fengið skönnuð mæliblöð af lóðum og af- stöðumyndir, séð margvíslegar stjórnsýsluskipt- ingar borgarinnar (skólahverfi, póstnúmerasvæði, þjónustusvæði Gatnamálastjóra o.s.frv.), upplýs- ingar um byggingamagn, fasteignamat, aldurs- samsetningu o.s.frv. Birting gagna úr Fasteigna- mati og Þjóðskrá er háð leyfi viðkomandi gagna- eigenda. Einnig þarf leyfi Tölvunefndar, einkum varðandi upplýsingar úr Þjóðskrá. Viðræður við nefndina standa nú yfir og hefjast senn við gagna- eigendurna. LOKAORÐ Gagnaþemun í LUKR eru misjafnlega langt á veg komin og innan hvers lags eru gögnin sömu- leiðis misgóð. Hver stofnun ber ábyrgð á og ann- ast eigin gagnasöfn. Stöðugt er unnið að því að bæta gögnin og halda þeim við með endurmæl- ingum og öðrum tiltækum aðferðum og er það orðinn hluti af daglegum rekstri stofnananna. Gagnavinnsludeild - LUKR í Skúlatúni 2, sem og aðrir aðilar LUKR, leitast við að veita upplýsingar um allt sem varðar gagnasöfnin á hverjum tíma og taka þakksamlega við ábendingum um það sem betur má fara, enda þurfa notendur gagn- anna á stofnununum og viðskiptavinir LUKR að geta treyst því að í gagnasöfnunum sé alltaf að finna bestu fáanlegar upplýsingar á hverjum tíma. ■ Þú ert kominn á slóðina - eftirleikurínn verður auðveldur www.boksala.is Á vefsíðum okkar hefur þú gott yfirlit yfir þær bækur sem eru á boðstólum, leitarvél til að finna ákveðnar bækur, lista yfir útgefendur og eyðublað til að fylla út ef þú vilt panta. bók/aJfc. /túdei\t\ Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Simi 5700 777 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.