AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 81

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 81
framleiðslu fyrirtækisins, er í raun ákveðinn línu- dans. Eins og myndirnar gefa til kynna er rýmið langt og mjótt en til að gera þetta rými jafnaðgengilegt fyrir starfsfólk og viðskiptavini, þannig að starfsfólk geti unnið sjálfstætt og viðskiptavinir skoðað og myndað sér skoðanir í friði, er eins og fram hefur komið staðsteyptur veggur eftir rýminu miðju sem nýtist sem nauðsynlegur skilveggur milli starfs- fólks og viðskiptavina, ásamt því að endurspegla starfsemi fyrirtækisins. Þar sem BM Vallá byggir alla sína framleiðslu á steinsteypu lá eiginlega beint við að draga hana inn í hönnun innréttinganna. Af mörgum er steypa álitin fremur kalt efni og ekki vel til þess fallin að vera sýnileg innanhúss, en þar er ég ekki sam- mála. Þetta veltur allt á því hvað er lagt með henni, að steypan sé notuð í samhengi með öðr- um efnum. í réttu samspili við önnur efni, liti og lýsingu getur hún öðlast þann hlýleika sem nauð- synlegur er, en heldur þó hráleika sínum og tengir í þessu tilfelli innréttinguna við húsið sjálft (sbr. forsteyptar einingar í samspili með rauðri eik í öll skrifborð, svo og aðrar innréttingar hússins). Innanhússarkitektúr snýst um það umhverfi sem fólk kemur til með að vinna í, búa í eða nota á ein- hvern hátt. Galdurinn er að fagurfræðin og nota- gildið vinni saman. ■ Sýnishorn af öðrum verkum Ómars I. Frumgerð af stól úr MDF og stáli. Hannaður 1991. 2. DC.3 Frumgerð af stól úr formspenntu birki og áklæði. Hannaður 1992. Stólarnir hafa verið sýndir á hönnunrsýningum víða um heim og myndir af þeim verið birtar í hönnunartímaritum hér heima og erlendis. 3. -4. Nýlegt skrifstofuhúsnæði. Hannað 1998.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.