AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 84

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 84
I—“alið er að árlega komi á milli 600 og 700 þúsund ferðamenn í Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Sem stendur er takmörkuð aðstaða í þjóðgarðinum fyrir fræðslu- og kynningarefni. í júnímánuði síðastliðn- um tók ríkisstjórnin ákvörðun um að efna til opinnar samkeppni um nýbyggingu fræðslumiðstöðvar við Hakið á Þingvöllum. Ætlun- in er að reisa veglega byggingu sem gegnir marg- þættu upplýsinga- og þjónustuhlutverki. Húsinu var valinn staður ofan við Hakið þaðan sem geng- ið er ofan í Almannagjá og þaðan sem flestir ferðamenn njóta útsýnis yfir þjóðgarðinn og um- hverfi hans. í fræðslumiðstöðinni verður komið fyrir sýningu á sögu og náttúrufari Þingvalla í myndum og texta, auk aðstöðu til að miðla fróðleik með nýjustu upplýsingatækni um einn helsta menningararf þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem hús af þessu tagi er sér-hannað og reist hérlendis. Slík hús tíðkast víða í nágrannaríkjum okkar í Evrópu og eru við- tekin hefð við þjóðgarða í Bandaríkjunum. Hér- lendis hafa gestastofur verið settar upp í bygging- um sem þegar hafa verið fyrir hendi á ýmsum stöðum og reistar fyrir mismunandi notkun. Fræð- slumiðstöðin við Hakið mun verða rúmlega 200 fm að stærð og er áætlaður kostnaður um 30 milljónir króna. Dómnefnd var skipuð Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra, Skarphéðni B. Steinarssyni skrif- stofustjóra forsætisráðuneytis, Sigurði Oddssyni framkvæmdastjóra Þingvallanefndar, Pétri H. Ármannssyni deildarstjóra byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur og Ólafi Axelssyni arkitekt. Ráðgjafi dómnefndar var Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. Alls bárust rúmlega þrjátíu til- lögur. Þetta er ein mesta þátttaka í opinni arki- tektasamkeppni í umsjón Framkvæmdasýslu rík- isins á síðustu árum. Tillögurnar voru almennt í háum gæðaflokki og framsetning og frágangur góður. FRÆOSLIimOSTÖO VIO HAKIO Á ÞINGVÖLLUVi 82

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.