AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 97
Nú í haust kom út hjá Abstrakt forlag as bókin
„ARKITEKTUR LEKSIKON" eftir Arne Gunnarsjaa.
Hér er um að ræða fyrstu orðabók á norrænu máli um
byggingarlist og er hún kærkomin öllum þeim sem
áhuga hafa á þessu máli. Slík verk hafa til þessa yfirleitt
einungis verið til á tungu stórþjóða.
Bókin er 912 síður og í henni er að finna 7000 upp-
sláttarorð og fleiri en 600 teikningar. Um er að ræða
hugtök í byggingartækni, handverki, lista- og byggin-
garlistasögu, tímaskeiðum, stílum, byggingarefni, skipu-
lags- og byggingarmálum auk upplýsinga um norska
arkitekta og arkitekta annarra þjóða og verk þeirra.
Þessi bók er tilvalið uppsláttarrit m.a. fyrir arkitekta,
skipulagsfræðinga, innanhússarkitekta, listfræðinga og
nemendur á þessum sviðum auk allra þeirra sem áhuga
hafa á byggingarlist. Árið 1997 varð kennsla í bygging-
arlist skyldunámsgrein í grunnskólum í Noregi og þess
mun vonandi ekki langt að bíða að sami háttur verði
tekinn upp hér á landi. Vafalaust á þessi bók eftir að
nýtast vel við slíka kennslu.
Höfundur ARTKITEKTUR LEKSIKON er arkitektinn
Arne Gunnarsjaa. Hann er dómkirkjuarkitekt við
dómkirkjuna í Niðarósi og hefur mikla reynslu, bæði
sem sjálfstætt starfandi arkitekt og við ritstörf um byg-
gingarlist.
ARKITEKTUR LEKSIKON má panta beint frá forlag-
inu: Abstrakt forlag as, Bogstadveien 11, 0355, Oslo,
Norge (abstrakt@c2i.net). ■
...
bsali
SINDRI
MIRAWALL
♦ 10 ára verksmiðjuábyrgð
♦ yfir80litir
♦ 50 my dufthúð tryggir endingu
♦ frábær gæði á hagstæðu verði
Sigtún 42, Reykjavík - Arkit: Arkitektar sf., Verkt: Ármannsfell.
Markland 12-16, Reykjavík - Arkit: Arkform, Verkt: Hreinn Halldórsson
Dalbraut 16 Arkit: Guðfinna Thordarson & Gíslína Guðmundsd, Verkt. Húsvirki
-Þegar byggja skal með málmum
Borgartúni 31 ■ 105 Rvik ■ simi 575 OOOO ■ fax 575 0010 ■ www.sindri.is
95