AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 10

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 10
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður stjórnar hjúkrunarheimilisins Eirar Gerum betur fyrir aldraða Þrátt fyrir að margt jákvætt hafi unnist í málefnum aldraðra á und- anförnum áratugum er Ijóst að betur má gera og verður að gera í ýmsum hagsmunamálum eldri borgara í landinu. í störfum mín- um sem borgarfulltrúi og einnig sem formaður hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hef ég kynnst þessum málum ágætlega. það eru einkum eftirfarandi atriði sem ég tel að leggja eigi áherslu á í þeim tilgangi að bæta kjör eldri borgara og aðstöðu þeirra: 1. Hækkun á ellilífeyri til þeirra sem hafa lítil eftirlaun og einnig frekari niðurfellingu á fasteigna- skatti og afnám eignaskatta. 2. Fjölga valmöguleikum aldraðs fólks í húsnæðismálum utan hefð- bundinna þjónustu- og hjúkrunar- heimila. 3. Tryggja öldruðum, sem búa heima, nauðsynlega heimahjúkrun og félagsþjónustu. 4. Tryggja þeim einstaklingum, sem samkvæmt vistunarmati hafa afar brýna þörf fyrir vistun á þjón- ustu- eða hjúkrunarheimilum, við- eigandi úrræði. 5. Auðvelda eldri borgurum að- gengi að fjölbreyttu félagsstarfi og lágmarka þátttökukostnað þeirra í slíku starfi. 6. Auka möguleika þeirra eftir- launaþega, sem þess óska, á áframhaldandi þátttöku í atvinnulífinu, t.d. með hlutastarfi. Um Eir Ég mun hér á eftir leitast við að gera grein fyrir þeirri hugmynda- fræði sem býr að baki reksturs Eirar og þeim möguleikum sem það heimili hefur upp á að bjóða. Eir er sjálfseignarstofnun sem standa að 11 stofnanir, félaga- samtök og sveitarfélög. Markmið- ið með stofnun Eirar var að koma á fót öflugri þjónustu fyrir aldraða þar sem leitast væri við að bjóða fjölbreyttari úrræði með hag- kvæmari hætti. Oft hefurviljað brenna við að menn litu aðeins á eina lausn, en gleymdu að þarfir manna eru margbreytilegar og því eðlilegt að leita mismunandi úr- ræða í þjónustu þannig að sjálf- stæði og þörfum hvers einstak- lings sé mætt. Þetta hefur tekist í Eir. Segja má að Eir sé nú orðið öldrunarsetur þar sem sameinuð eru flest þau úrræði sem í boði eru í dag fyrir aldraða sjúka. Þar er að finna vel búnar almennar deildir og sér- hæfðar hjúkrunardeildir fyrir heila- bilaða með hegðunarvanda og blinda og sjónskerta samtals 120 manns, sambýli í Eirarholti fyrir 9 manns. Einnig er um skammtíma- vistanir eða hvíldarinnlagnir að ræða þar sem árlegar innlagnir eru um 90. Ætíð er hugað að nauðsyn þess að hönnun húsnæðis sé í sam- ræmi við þarfir íbúa og jafnframt að gætt sé að því að starfsað- stæður séu eins og best verður á kosið. 8 j

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.