AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Qupperneq 10

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Qupperneq 10
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður stjórnar hjúkrunarheimilisins Eirar Gerum betur fyrir aldraða Þrátt fyrir að margt jákvætt hafi unnist í málefnum aldraðra á und- anförnum áratugum er Ijóst að betur má gera og verður að gera í ýmsum hagsmunamálum eldri borgara í landinu. í störfum mín- um sem borgarfulltrúi og einnig sem formaður hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hef ég kynnst þessum málum ágætlega. það eru einkum eftirfarandi atriði sem ég tel að leggja eigi áherslu á í þeim tilgangi að bæta kjör eldri borgara og aðstöðu þeirra: 1. Hækkun á ellilífeyri til þeirra sem hafa lítil eftirlaun og einnig frekari niðurfellingu á fasteigna- skatti og afnám eignaskatta. 2. Fjölga valmöguleikum aldraðs fólks í húsnæðismálum utan hefð- bundinna þjónustu- og hjúkrunar- heimila. 3. Tryggja öldruðum, sem búa heima, nauðsynlega heimahjúkrun og félagsþjónustu. 4. Tryggja þeim einstaklingum, sem samkvæmt vistunarmati hafa afar brýna þörf fyrir vistun á þjón- ustu- eða hjúkrunarheimilum, við- eigandi úrræði. 5. Auðvelda eldri borgurum að- gengi að fjölbreyttu félagsstarfi og lágmarka þátttökukostnað þeirra í slíku starfi. 6. Auka möguleika þeirra eftir- launaþega, sem þess óska, á áframhaldandi þátttöku í atvinnulífinu, t.d. með hlutastarfi. Um Eir Ég mun hér á eftir leitast við að gera grein fyrir þeirri hugmynda- fræði sem býr að baki reksturs Eirar og þeim möguleikum sem það heimili hefur upp á að bjóða. Eir er sjálfseignarstofnun sem standa að 11 stofnanir, félaga- samtök og sveitarfélög. Markmið- ið með stofnun Eirar var að koma á fót öflugri þjónustu fyrir aldraða þar sem leitast væri við að bjóða fjölbreyttari úrræði með hag- kvæmari hætti. Oft hefurviljað brenna við að menn litu aðeins á eina lausn, en gleymdu að þarfir manna eru margbreytilegar og því eðlilegt að leita mismunandi úr- ræða í þjónustu þannig að sjálf- stæði og þörfum hvers einstak- lings sé mætt. Þetta hefur tekist í Eir. Segja má að Eir sé nú orðið öldrunarsetur þar sem sameinuð eru flest þau úrræði sem í boði eru í dag fyrir aldraða sjúka. Þar er að finna vel búnar almennar deildir og sér- hæfðar hjúkrunardeildir fyrir heila- bilaða með hegðunarvanda og blinda og sjónskerta samtals 120 manns, sambýli í Eirarholti fyrir 9 manns. Einnig er um skammtíma- vistanir eða hvíldarinnlagnir að ræða þar sem árlegar innlagnir eru um 90. Ætíð er hugað að nauðsyn þess að hönnun húsnæðis sé í sam- ræmi við þarfir íbúa og jafnframt að gætt sé að því að starfsað- stæður séu eins og best verður á kosið. 8 j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.