AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 11
Gerum betur fyrir aldraða Öryggisíbúðir í Eirarhúsum í Eirarhúsum, sem eru samtengd Eir, eru starfræktar 37 öryggisí- búðir, sem er nýmæli. Þar dvelja einstaklingar sem hafa keypt sér búseturétt. Þetta fyrirkomulag hefur mælst mjög vel fyrir af not- endum, ættingjum og starfsfólki. Öryggisíbúðir eru íbúðir þar sem komið er fyrir öflugu öryggiskerfi og er þjónusta veitt frá hjúkrunar- heimilinu eftir fyrirmælum frá heimaþjónustunni í Reykjavík og heimahjúkrun frá Heilsugæslunni og greidd af þeim aðilum. í Eirarhúsum er ennfremur veitt félagsþjónusta, matarþjónusta og fleira út frá þjónustukjarna hjúkr- unarheimilisins. fbúðirnar hafa sannað tilgang sinn sem er meðal annars að tryggja öryggi og við- eigandi þjónustu til íbúa sam- kvæmt mati á hverjum tíma. í ör- yggisíbúðunum getur maki búið í nábýli við heimilismann á hjúkrun- arheimilinu og geta hjón með því móti haldið uppi nánari tengslum en ella. Eir, stækkun, hliðarmynd. / Eir extension, elevation. Eir, stækkun hlið. / Eir, extension, elevation. Architect, Halldór Guðmundsson. Hjúkrunaríbúðir Hjúkrunaríbúðirnar, sem nú eru að rísa við Eir, verða teknar í notkun um næstu áramót og hafa þær ekki verið gerðar með sama hætti annars staðar. Þetta eru úrræði fyrir hjúkrunarsjúklinga, en umhverfið er þannig að í 10 manna einingum er fólk staðsett í litlum hjúkrunaríbúðum og er þan- nig reynt að skapa heimilislegt andrúmsloft. Þessar einingar eru fjórar og koma því þarna í notkun 40 ný rými fyrir aldraða sjúka. í sama húsi er svo gert ráð fyrir 20 dagvistarrýmum.Fyrir hendi eru aðstæður til að útvíkka starfsem- ina og veita t.d. yngra fólki sem þarf á hjúkrun að halda þjónustu sem tekur mið af þess þörfum. Einnig er unnt að sinna langtíma- endurhæfingu fyrir aldraða sem lokið hafa bráðameðferð á sjúkra- húsum. Þjónustumarkmið Eirar Meginstefna þjónustunnar er því fólgin í stuðningi við virkni, um- önnun, lífsfyllingu og reisn heimil- isfólksins og að varðveita sjálf- stæði einstaklingsins og sjálfsvirð- ingu. Lögð er rík áhersla á, að hafa heimilislegt umhverfi og and- rúmsloft ásamt því að skapa að- laðandi og hvetjandi vettvang fyrir starfsfólk. ■ 9

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.