AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Page 21
sókn Glostrup í Kaupmannahöfn).
Vinnugetan hefur aukist. í dönsku
rannsókninni fundu menn líka
betra andlegt ástand þekkingar-
og stærðfræðihæfileika og leikni.
Mun fleiri 70 ára hafa hlotið fram-
haldsmenntun við menntaskóla,
sérskóla eða jafnvel háskóla en
sjötugir fyrir 20-30 árum. Þetta
fólk er því virkara og vill hafa
eitthvað fyrir stafni. Af þessum
sökum líður þeim verr í athafna-
leysinu og nota meira af andleg-
um deyfðarlyfjum. Þessi þróun er
til vansa.
7. Fordómar. Unglingadýrkunin
eykst stöðugt og þeir umgangast
mest þá sem eru á þeirra aldri.
Þeir eldri einangrast meira og
meira og hafa sífellt minna fyrir
stafni. Þetta er grundvöllur for-
dóma. „68 kynslóðin mun ekki
sitja undir þessu þegjandi og láta
sér nægja „minimum existens
index“ og bryðja með því geð-
deyfðarlyf.
8. Þegar ég var landlæknir vann
ég mikið með félagsleg-, líkam-
leg- og sálfræðileg vandamál þeir-
ra sem eru útundan í samfélaginu.
Hvað viðkom eldra fólki var þetta
skylda mín því samkvæmt lögum
hafa allir sama rétt til heilsu- og
félagsþjónustu á öllum sviðum.
Þetta er keppni um lífskjör manna
og hvað það varðar hefur mitt
starfssvið ekki breyst mikið. Það
heldur áfram að vera barátta við
stjórnmála- og kerfisfólk. Aldraðir
fylla biðlistana á sjúkrahúsunum.
Það sama gildir um hjúkrunar-
heimili. Aldraðir eru ekki í for-
gangsflokki, jafnvel ekki hvað við-
víkur félagsmálum. Þetta er orðin
keppni um fjármagn, styrki og
laun.
Ef fjöldi innflytjenda til Evrópu
eykst ekki mikið næstu áratugi
mun meðalaldur í Evrópu og jafn-
vel á Norðurlöndum verða hærri
en 50 ár. „Evrópa verður aðsetur
fátækra gamalmenna" . Þessi
Verktakar í flotílögnum
S8971080
www.flotefni. is
fiotefni@mmedia.is
«______________________-
Verður Evrópa aðsetur fátækra gamalmenna?
þróun mum þó að öllum líkindum
gerast hægar á íslandi vegna
hærri frjósemi. Meðalaldurinn
verður mun lægri í Bandaríkjunum
vegna fjölda innflytjenda.
Breytilegur eftirlaunaaldur Árið
1988 gerði landlæknir þá tillögu til
Alþingis að tekinn yrði upp sveigj-
anlegur eftirlaunaaldur frá 64-74
ára. Alþingi samþykkti þetta að
hluta með því að setja á stofn
nefnd sem hætti störfum eftir
nokkur ár. Fjórtán árum seinna
var lögð fram tillaga á Alþingi um
sveigjanlegan eftirlaunaaldur frá
64-72 ára. Þetta mál var tekið
upp aftur vegna þrýstings frá
öldruðum. Ef til vill tók þetta
langan tíma en þetta er þó eitt-
hvað til að gleðjast yfir. ■
RENNISIÍTT
• Flotílagnir í nýbgggingar
• Verksmiðju- og lagergólf
• Sérstök bílageymslugólf
• Afrétting gólfa undir gólfefni
• Tilboðsgerð og ráðgjöf