AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Síða 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Síða 50
ólíkum efnum og með mismun- andi byggingartækni. í fjalliendi Boundou Koura er skólahúsunum þremur, ásamt lítilli kennarastofu, skipt niður og raðað eftir hlíðinni þannig að þau snúa út að falleg- um dalnum en í þorpinu Madina Kouta er þeim raðað í hring um ávaxtatré. Val byggingarefnanna fór allt eftir aðstæðum, hvort sem þakgrindin var gerð úr viði eða bambus og þakið sjáift síðan lagt stráum, leirflísum eða bárujárni. Bambusinn var t.d. ekki hægt að nota nema á réttum árstíma og á þeim stað sem hann óx. Sami hugsunarháttur ríkti gagnvart skólanum fyrir kjúklingaræktunina, nálægt bænum Kindia. Skólinn samanstóð af þremur sjálfstæð- um skólastofum fyrir 12 nemend- ur, svefnálmu og kennaraíbúð sem mynduðu hring í kringum húsagarð. Ávaxtatré var gróður- sett í honum miðjum, sérstaklega valið vegna vaxtarhraða síns og stórrar krónu sem gert var ráð fyr- ir að setið væri undir í svölum skugganum. í öllum þessum hús- um var náttúrleg loftræsting höfð í fyrirrúmi og reynt að nota bygg- ingartækni sem væri tiltæk á staðnum. Samtvinnun efna og rýma endurspeglaði eiginleika og áferðir hvers þáttar innan bygg- inganna og bar vott um næmi arkitektanna og viðhorf þeirra gagnvart svo ólíkri menningu og þeirra eigin. Mikko Heikkenen og Markku Komonen sýndu djarfan skilning á notkun rýmis og um- hverfis, hvaða áhrif arkitektúrinn hefði á landið og á þá sem not- uðu hann. í svo viðkæmu um- hverfi, þar sem skipti gríðarlegu máli að halda jafnvægi náttúrunn- ar, notuðu þeir efni sem voru til staðar og birtust ekki sem óboðn- ir gestir. Þau aðgreindu sig ekki frá landslaginu heidur nutu menn blæbrigða þeirra jafnt sem náttúr- unnar sjálfrar þegar safnast var saman í hring undir skugga trjánna eða setið úti á veröndinni og hlustað á þytinn í laufinu í hlýrri kvöldgolunni. Upplifanir, sem tengdust byggingunum eins og hver annar efniviður. ■ Hefðbundnar vinnuaðferðir í Gíneu við gerð moldarklossanna./ Traditional work methods in Guinea making earth bricks. 48

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.