Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 1

Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 1
4. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 23. febrúar ▯ Blað nr. 628 ▯ 29 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Sauðfjárbændurnir Þórdís Þórarinsdóttir og Eyþór Bragi Bragason á Bustarfelli í Vopnafirði ásamt dóttur sinni, Ernu Diljá og hundinum Ronju. Þau halda 530 vetrarfóðraðar ær sem telst til ríflegs meðalbús hér á landi. – Sjá nánar bls. 36–37. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir Hvammsvirkjun: Þjónar ekki hagsmunum sveitarfélagsins Lög um orkuvinnslu þjóna ekki hagsmunum sveitarfélagsins, segir í nýlegri bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Þrátt fyrir að orkan verði til á landsbyggðinni er hún mun dýrari í dreifbýli en í þéttbýli og þjónar orkuvinnsla því ekki hagsmunum sveitarfélagsins. Önnur sveitarfélög eru hvött til að staldra við í skipulagsmálum. Ríkisstjórn Íslands gerir ráð fyrir að full orkuskipti á landinu hafi náðst fyrir árið 2040 og er Hvammsvirkjun fyrsta skrefið í mörgum áformuðum virkjanaframkvæmdum Lands- virkjunar í nærumhverfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps á næstu 17 árum. Orkuverð hærra á landsbyggðinni Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við Bændablaðið að það verði að endurskoða lög um orkuvinnslu á landinu til að jafna bil á orkuverði á landsbyggðinni og í þéttbýli. Hann segir að orkuvinnsla Landsvirkjunar fari öll fram á landsbyggðinni en þrátt fyrir það kostar allt að 33% meira að nýta orkuna í dreifbýli en í þéttbýli eftir að búið er að flytja hana hundruð kílómetra. Á meðan svo er getur landsbyggðin ekki keppt við þéttbýlið hvað varðar atvinnuuppbyggingu og lífsgæði fyrir íbúa sína. Sáralitlar tekjur Um 95% mannvirkja sem þarf til orkuframleiðslu eru undanþegin fasteignaskatti og flest störfin hafa verið flutt til höfuðborgarinnar. Tekjustofnar sveitarfélaganna eru fasteignagjöld og útsvar, svo í orkuframleiðslu hafa sveitarfélögin sem hafa starfsemina í sínu nærumhverfi verið svipt tekju- stofnunum af starfseminni. „Það sjá allir að til þess að sátt náist um orkuskiptin, sem gerast á landsbyggðinni, að breyta þarf leikreglunum. Ef ég skoða hvernig þetta lítur út í mínu sveitarfélagi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá er orkuframleiðslan sem á sér stað hér að skila að hámarki 0,4% af verðmætunum sem verða til hjá okkur niður í beint fjárhagslegt tap sem getur gerst sökum laga um jöfnunarsjóð.“ Sátt um orkuvinnslu „Það hefur verið byggt upp lagalegt umhverfi sem gerir það að verkum að nánast ekkert verður eftir í samfélögunum þar sem orkan verður til og allur efnahagslegur ábati verður þar sem orkan er notuð. Höfuðstöðvar Landsvirkjunar eru í Reykjavík og einnig bróðurpartur allra beinna starfa innan hennar og sérstaklega verðmætustu störfin. Afleiddu störfin af uppbyggingu orkumannvirkja, verkfræðingarnir, lögfræðingarnir og aðrir sérfræðingar sem þjónusta Landsvirkjun, eru einnig að mestu leyti staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.“ Haraldi þykir merkilegt að þrátt fyrir 20 ára undirbúningstíma Hvammsvirkjunar hafi ekki enn verið fjallað um áhrif framkvæmdarinnar á íbúana sem búa í nágrenni hennar. „Til að sátt skapist um orkuvinnsluna þarf hún að skila sambærilegum verðmætum til nærsamfélagsins eins og önnur atvinnustarfsemi. Þess vegna þarf að breyta lögum um orkuvinnslu og tryggja að dreifbýlið njóti sambærilegs ávinnings og að allir greiði sama verð fyrir orkuna, hvort sem fólk býr í dreifbýli eða þéttbýli. Ég lít svo á að ef ekki næst sátt um breyttar leikreglur þá verði engin orkuskipti.“ / VH – Nánari umfjöllun á bls. 40 og 41. Landgræðslunni hefur verið falin umsjón með endurmati á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda. Tilgangurinn er að afla nýrra gagna með uppfærslu á losunarstuðlum fyrir mismunandi jarðvegsgerðir svo bæta megi losunarbókhald Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. Frá árinu 2018 hafa gögn Rannsóknastofnunar land búnaðarins frá 1975 verið notuð til að áætla losun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum steinefnajarðvegi, sem telst vera um 55 prósent alls ræktarlands Íslands. Lífrænn jarðvegur á framræstu landi telst vera um 45 prósent ræktarlands. Stór hluti heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda frá land- nýtingar hluta landbúnaðarins er áætlaður frá þessum landnýtingar- flokki, en ekki er til íslenskur reiknistuðull fyrir losun frá þessu landi og því hefur verið notast við stuðla sem milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gefur út. Möguleikar á að telja sér bindingu til tekna Samkvæmt skuldbindingum Íslands gagnvart Evrópusambandinu telst losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði vera á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Landnýtingarhluti landbúnaðarins, sem innifelur uppgjör frá ræktarlöndum og skógrækt, er það hins vegar ekki í dag. Hann fellur í flokkinn landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF). Þó þarf að gera grein fyrir þeirri losun í losunarbókhaldi Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum. Möguleikar eru á að telja bindingu koltvísýrings í þeim flokki að einhverju leyti sér til tekna í losunarbókhaldinu. Nú liggur fyrir að Ísland þarf að gera upp skuldir sínar á þessu ári vegna skuldbindinga gagnvart seinni Kýótóbókuninni, tímabilið 2013 til 2020. Ísland losaði á tímabilinu tæpar 7,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2- íg) umfram heimildir. Leyfilegt var að telja tæplega 4,3 milljónir tonna CO2-íg fram til frádráttar sem bindingareiningar. Þar af leiðandi var losun Íslands á þessu tímabili um 3,4 milljónir tonna CO2-íg umfram losunarheimildir og bindingareiningar – og Ísland þarf að kaupa losunarheimildir fyrir þessu magni. Kaupverð á losunarheimildum liggur ekki fyrir en í fjárlögum 2023 er gert ráð fyrir 800 milljóna króna fjárheimildum vegna uppgjörsins. /smh - Sjá nánar í fréttaskýringu á blaðsíðum 20–21. Vetnistæknin springur út 38 Yngsti bóndi landsins 8 30 Aukinn kraftur í úrvinnslu á lífrænt vottuðu grænmeti Endurmat á losun frá ræktarlöndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.