Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 6

Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Mikið hefur verið rætt um innan okkar raða um áhrif aðildar Íslands að EES- samningnum. Einhverjir eru á því að milliríkjaviðskipti á grunni samningsins séu af hinu góða og styrki stoðir undir hagsæld þjóðarbúsins enda Ísland mjög háð aðföngum til matvælaframleiðslu, hvort sem það eru fóður, tæki eða olía. Síðan eru aðrir sem efast um að smáríkið Ísland eigi að vera hluti af stærra markaðssvæði, þar sem sérkennin hreinlega glatast vegna þess að við framleiðum ekki nóg. Það er mín einarða skoðun að þjóðarbúið og samfélagið hafi notið góðs af frelsi í viðskiptum með vörur og þjónustu og frjálsa för fjármagnsflutninga og launafólks. Aftur á móti er það jafnframt mín einarða skoðun að stjórnvöld gæti að viðmiðum og starfsskilyrðum hér á landi við innleiðingu tilskipana frá ESB. Hér á landi höfum við nefnilega búið við það verklag að tilskipanir Evrópusambandsins eru alltof oft innleiddar þannig að ekki sé gætt að áhrifum þeirra á íslenskt atvinnulíf. Við innleiðingu eru tilskipanirnar þýddar á íslenska tungu, fara þaðan til yfirlestrar hjá viðkomandi eftirlitsstofnunum sem fer með málaflokkinn og setja sína gullhúðun á regluverkið og þaðan inn í ráðuneytið og úr verður myndarlegt stjórnarfrumvarp inn á löggjafarsamkunduna. Í ársskýrslu Samtaka atvinnulífsins 2015- 2016 segir meðal annars: „Því miður hafa stjórnvöld í mjög mörgum tilvikum ákveðið að gullhúða regluverk ESB og hafa reglur hér viðameiri og meira íþyngjandi en þörf er á. Það er yfirleitt gert án þess að nokkur rökstuðningur fylgi og nauðsynlegt að breyting verði á því.“ Áhrif gullhúðunar Síðan er íslenskum framleiðendum búvara gert að fara að leikreglum sem samþykktar eru á Alþingi, eða viðkomandi ráðherra á grunni reglugerða. Á sama tíma stíga stjórnmálamenn upp í pontu Alþingis og krefjast einhliða niðurfellingu tolla á innfluttar matvörur. Þeir sem telja að það sé besti kosturinn fyrir hagsæld landsins virðast ekki átta sig á hvernig milliríkjaviðskipti eiga sér stað. Það er því mikilvægt að vinda sér í það verkefni að einfalda regluverkið sem snýr að landbúnaði, þar er af nægu að taka. Má hér t.a.m. nefna að óheimilt er að dreifa kjötmjöli (lífrænn áburður) á tún í allt að níu mánuði yfir árið þegar annars staðar er einungis óheimilt að dreifa kjötmjöli á tún innan tuttugu daga ramma. Einnig er vert að nefna að aðbúnaðarreglur hér eru með þeim hætti að bændur þurfa að hafa húsakost með allt að 20-30% meira rými til framleiðslu afurða hér á landi miðað við samkeppnislönd. Hvernig má það vera? Þvælt með merkingar Íslenskum matvælaframleiðendum er síðan gert að keppa á ímynduðum samkeppnisgrundvelli við innflutning án nokkurrar skoðunar á afurðum sem koma inn til landsins. Hvernig má það vera að neytendur geti ekki fengið upplýsingar um uppruna vöru þegar það er réttur þeirra? „Íslenskt selst alltaf fyrst“ er frasi sem bændur fá oft og iðulega að heyra. Eftir sem áður er að því látið liggja að vara sé íslensk þegar hún svo er það ekki. Neytandinn á að hafa skýrt val og öll virðiskeðjan á að sjá sóma sinn í að aðstoða neytendur við það val án villandi markaðssetningar. Um loftslagsmál Í lok janúar síðastliðnum birtist á heimasíðu ráðuneyta loftslags og matvæla eftirfarandi fréttatilkynning: „Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræðslunni að endurmeta losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi í losunarbókhaldi Íslands.Við útreikninga á hluta landbúnaðar í losunarbókhaldi Íslands er stuðst við rannsókn um losun og bindingu ræktarlands frá 1975. Ræktarland, einkum tún í framræstu mýrlendi, er stór hluti heildarlosunar frá landbúnaði. Talsverður breytileiki er í losun ólíkra landflokka og landsvæða og benda nýlegar rannsóknir til að þörf sé á að endurmeta stuðla um losun og bindingu frá ólíkum svæðum. Landgræðslan mun leiða vinnu við öflun nýrra gagna m.a. með sýnatökum og mælingum á fjölda svæða víðs vegar um landið í því skyni að bæta losunarbókhald Íslands og þá stuðla sem það byggir á.“ Það er fagnaðarefni að ráðuneytin fari í þessa vegferð þar sem mismunandi skilgreiningar eru á hvað eru hinar eiginlegu losanir frá ræktunarlandi í raunheimum. Einnig er athyglisvert í fréttinni að nýjustu rannsóknir eru frá 1975, og það hefur ýmislegt breyst á þessum árum. Mikilvægt er fyrir bændur að vita um raunstöðu þessara mála og ekki síður að tekið verði saman í þessari vinnu umfang lengdar skurða í raun en eins og viðmiðunartölur sem liggja fyrir virðast skurðir vera oftaldir í kílómetrum talið umtalsvert fleiri en í raun og veru. SKOÐUN Leikreglurnar „Við fylgjum bara þeim leikreglum sem settar eru. Menn geta svo haft á því skoðun hvort það sé rétt að hægt sé að flytja hér inn kjöt í stórum stíl og ekki geta uppruna,“ segir forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, stórfyrirtækis í eigu bænda sem flytur inn búvörur. Fleiri fyrirtæki í eigu bænda flytja inn búvörur og á það bendir viðmælandinn í blaðinu. „Við erum alltaf að leita hagkvæmustu leiða til að geta verið samkeppnishæfir á markaði með góða þjónustu, gæðavöru og gott verð,“ segir hann enn fremur. Markaðurinn stýrir för er frekar þvælt slagorð. Eðlilegt markmið þeirra sem selja vöru er að græða sem mest. Orðræðan sem blekkir er: Fyrirtækin anna eftirspurn og því eru það neytendur sem ráða markaðnum. En það sem vantar í formúluna er ákveðið siðferði, samfélagsleg ábyrgð. Reynt er að slá ryki í augu neytenda með markaðssetningu og framsetningu. Leikreglurnar eru settar af ríkinu því hér gilda lög og reglugerðir. Leikmenn við borðið eru meðal annars fyrirtæki, verslun og neytandi. Lunknir leikmenn verða ofan á í spilinu, en til þess þarf stundum svolitla ósvífni. En hvað um það ef allt er innan rammans – allir eru að spila eftir settum reglum, er það ekki? Unnin matvara er ekki eingöngu augljóslega kryddlögð og forelduð. Unnið kjöt getur verið keypt frosið, afþítt, sprautað með smá pækli og svo endurpakkað undir nöfnum íslenskra fyrirtækja. Íslensk framleiðsla er ekki það sama og upprunamerkt. Lítils háttar breytt erlend matvara getur verið framsett sem íslensk framleiðsla. Í gegnum verslunina er þeim svo komið til neytenda. Framsetning verslana er ekki í höndum birgjanna. Því fría framleiðendur sig ábyrgð á framsetningu þeirra vara sem þeir selja í verslanir, eðlilega. Verslunin á það til að merkja vörur frá íslenskum fyrirtækjum sem íslensk framleiðsla – til eru nýleg dæmi. Hinn almenni neytandi er oftar en ekki þreyttur einstaklingur að hrúga matvörum í körfu á methraða til þess eins að komast heim og fæða fjölskyldu sína. Hann er oftast að reyna að kaupa í matinn á sem hagkvæmastan hátt, skiljanlega. Framleiðandinn segist stjórnast af því sem neytandinn vilji. Ef neytandinn kaupir mikið af einni vöru, þá svarar framleiðandinn þeirri eftirspurn með meira af þeirri vöru. Markaðurinn stýrir jú för. Áttatíu prósent svarenda neytenda- könnunar sögðu að upprunamerkingar á öllum kjötvörum skiptu þá máli. Formaður Bændasamtakanna bendir á í pistli sínum hér til hliðar að öll virðiskeðjan ætti að sjá sóma sinn í að aðstoða neytendur við val á matvælum án villandi markaðssetningar. Framkvæmdastjóri Icelandic lamb talar um hrútskýringar og gaslýsingar stjórnenda afurðastöðva sem hafa sett sannreyndar upprunamerkingar á bannlista, þrátt fyrir að slíkt gæti bætt samningsstöðu eigenda þeirra – bænda. Nú boðar fyrrnefndur innflytjandi að umbúðir á tilteknum úkraínskum kjúklingi verði merktur með réttu flaggi úti í verslunum. En athugið; ákvörðunin var tekin eftir ábendingar og umfjöllun – og gert því í því felst ákveðinn sölupunktur. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Viðameiri og meira íþyngjandi reglur í boði stjórnvalda Framræst og bylt land að Engimýri í Öxnadal sumarið 1957. Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands. GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.