Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 12

Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 FRÉTTIR Þang og þari: Þörf á löggjöf um matvæla- öryggi fyrir sjávargróður – Of mikið magn óæskilegra efna finnst í sumum þangtegundum Þang og þara má nú í auknum mæli finna í matvörum, fæðubótarvörum og matvælaumbúðum á Íslandi, en þessi næringarríki og bragðmikli sjávargróður hefur af mörgum verið talið vannýtt hráefni. Í niðurstöðum úr samnorrænu verkefni kemur fram að þörf sé á samræmdri löggjöf um matvælaöryggi hans, en mælingar gefa til kynna að of mikið magn óæskilegra efna sé að finna í sumum tegundum. Ísland var þátttakandi í verkefninu og tók Grímur Ólafsson, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, þátt í vinnunni. Hann segir að ein helsta niðurstaða verkefnisins sé sú að aðaláhættan stafi af þungmálminum kadmíum og ólífrænu arseni, sem er eitraður málmungur, ásamt joði. Talsvert magn kadmíums mældist Joð er nauðsynlegt snefilefni, en bæði of lítil neysla og of mikil neysla getur verið skaðleg heilsu Sumar matvörur sem gerðar eru úr þangi innihalda mjög mikið magn af joði og þess vegna er joð flokkað sem hættulegt í þessu samhengi. Sem dæmi má nefna að Landlæknisembættið mælir alls ekki með að barnshafandi konur noti þara eða þaratöflur sem joðgjafa þar sem hann getur innihaldið joð í stærri skömmtum en æskilegt er að neyta á meðgöngu og einnig efni sem geta verið skaðleg fyrir fóstrið,“ segir Grímur. Að sögn Gríms fer magn þungmálma og joðs í þangi og þara meðal annars eftir aldri sjávargróðursins, tegund, vaxtarsvæði og vatnsgæðum. „Talsvert magn af kadmíum mældist í nokkrum tegundum, til dæmis beltisþara og klapparþangi. Ólífrænt arsen finnst í nokkru magni í hrossaþara. Mikill munur getur verið bæði innan tegundar og á milli tegunda. Dæmi um þangtegundir sem geta innihaldið mikið magn af joði eru beltisþari, hrossaþari og stórþari – og hafa gildi í þeim mælst allt að 10.000 milligrömm á kíló.“ Stöðugt fleiri aðilar hafa sótt í nytjar á ýmsum gerðum á þangi síðustu ár til framleiðslu á mat- og fæðubótarvörum. „Helst ber þar að nefna söl, en einnig beltisþara og stórþara,“ segir Grímur. Söl innihalda ekki mikið af joði en geta innihaldið eitthvað af kadmíum. Eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja er hjá Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga nema ef um er að ræða þang sem notað er til fóðurgerðar, þar er eftirlit í höndum Matvælastofnunar. Það eru engar sérstakar reglur sem gilda fyrir þang og þara, aðrar en almennar reglur um heilnæmi matvæla sem er að finna í matvælalögum. Það er ein af ábendingunum í skýrslunni að það vantar sérstaka löggjöf á þessu sviði.“ Sértæk löggjöf fyrir þang og þara Grímur telur að skýrslan verði notuð til að búa til lagaumgjörð og leiðbeiningarefni. „Í skýrslunni kemur fram að höfundar vonist til að hún geti orðið innlegg inn í umræður um sértæka evrópska löggjöf fyrir þang og þara. Slíka löggjöf vantar eins og staðan er í dag. Markmið okkar er einnig að skýrslan verði bakgrunnsefni fyrir leiðbeiningar sem ætlaðar verði fyrir eftirlitsfólk Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits. Sú vinna er reyndar þegar hafin. Danska matvælaöryggisstofnunin er að vinna slíkar leiðbeiningar og við hjá Matvælastofnun höfum óskað eftir að fá að fylgjast með þeirri vinnu.“ /smh Sölvatekja hefur lengi verið stunduð á Íslandi. Söl innihlada ekki mikið af joði en geta innihaldið eitthvað af kadmíum. Mynd / Myndasafn Bændablaðsins Grímur Ólafsson, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá MAST. Öryggi rafmagnsdreifingar aukið Norski fjárfestingarbankinn og RARIK ohf. hafa undirritað 20 milljóna evra lánasamning. Honum er ætlað að fjármagna lögn jarðstrengja í staðinn fyrir loftlínur frá árunum 2022-2024 til að efla öryggi rafmagnsveitu í þéttbýli og dreifbýli á Íslandi. Lánið er til 15 ára og mun tryggja fjármögnun fjárfestinga RARIKS í dreifikerfum og rafstöðvum bæði í dreifbýli og þéttbýli. Markmið RARIK er að koma öllu dreifikerfinu í jörð fyrir 2035. Í fréttatilkynningu vegna samningsins segir að aukin notkun jarðstrengja í staðinn fyrir loftlínur geri dreifikerfið veðurþolnara og orkunýtni betri. Þar af leiðandi mun fjárfestinga- verkefnið efla öryggi rafveitunnar með því að minnka líkurnar á rafmagnsleysi af völdum, til dæmis veðurtruflana. /VH Markmið RARIK er að koma öllu dreifikerfi sínu í jörð fyrir 2035. Verndaráætlun Kirkjugólfs Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlun náttúruvættisins Kirkjugólfs. Í fréttatilkynningu á vef ráðu- neytisins segir að Kirkjugólf við Kirkjubæjarklaustur sé lág jökul- og brimsorfin stuðlabergsklöpp þar sem endar lóðréttra stuðlabergssúlna ná upp úr jörðu og mynda um 80 fermetra slétt gólf. Kirkjugólf hefur jarðfræði- og sögulegt verndargildi, sem og fræðslugildi og var við gerð áætlunarinnar bætt við reglu varðandi kvikmyndatöku og ljósmyndun, svo og um næturgistingu sem er óheimil innan verndarsvæðisins. Þá hefur almenningi verið tryggður aðgangur að Kirkjugólfi með göngustíg sem lagður var frá bílastæði við Geirlandsveg. „Í stjórnunar- og verndar- áætluninni eru kynntar leiðir til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar nái fram að ganga. Mikilvægt er að varðveita stuðlaberg náttúruvættisins Kirkjugólfs og þá sérstöku ásýnd sem svæðið hefur. Einnig þarf þó að tryggja gott aðgengi að svæðinu, svo að sem flestir fái notið,“ segir Guðlaugur Þór í fréttatilkynningunni. /ÁL Drög að þingsályktunartillögu um landbúnaðarstefnu hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í lýsingu á drögum að stefnunni kemur fram að aðdragandinn nái aftur til ársins 2018 þegar þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði samráðshóp um fyrri endurskoðun búvörusamninga. Sá hópur lagði til að unnin yrði sviðsmyndagreining um framtíð landbúnaðarins til ársins 2040. Síðan tók KPMG við verkefninu við sviðsmyndagreininguna og í þeirri vinnu var hvatt til þess að unnin yrði landbúnaðarstefna og var verkefnisstjórn um landbúnaðarstefnu skipuð 15. september 2020. Hana skipuðu Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri. Með henni störfuðu Bryndís Eiríksdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri. Verkefnisstjórnin skilaði ráðherra umræðuskjalinu Ræktum Ísland! 30. mars 2021. Umræðuskjalið fór til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Að svo búnu var farið með skjalið á umræðufundi um land allt og útkoman var skjalið Landbúnaðarstefnan Ræktum Ísland! sem var skilað til ráðherra þann 19. ágúst 2021. Fyrirliggjandi drög að þingsályktunartillögu byggir á grunni Ræktum Ísland!, en þó hefur verið tekið mið af annarri stefnumótun á málefnasviðinu. Þar má nefna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem tók við í lok nóvember 2021, áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla, tillögum og greinar- gerð Landbúnaðarháskóla Íslands um aðgerðir til að bæta fæðuöryggi Íslands, sem var skilað til ráðuneytisins í apríl 2022 og Land og líf, sameinuð stefna fyrir landgræðslu og skógrækt var birt í ágúst 2022. Umsagnarfrestur um drögin er til föstudagsins 24. febrúar. /smh Landbúnaðarstefna til umsagnar í samráðsgátt Forsíða umræðuskjalsins Ræktum Ísland! sem liggur í drögum að landbúnaðarstefnunni til grundvallar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.