Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023
Í nýrri umfjöllun í Nature segir að
notkun á sýklalyfjum í landbúnaði
sé mun meiri en hingað til hefur
verið talið og að notkunin eigi eftir
að aukast enn meira til ársins 2030.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefur varað við að sýklalyfjaónæmi
sé ein helsta ógnunin við lýðheilsu í
heiminum í dag.
Mikil notkun á sýklalyfjum í
landbúnaði er talin vera meginástæða
aukinnar bakteríusýkingar í mönnum
sem ekki er hægt að meðhöndla
með sýklalyfjum. Í greininni segir
að þrátt fyrir að sýklalyf geti reynst
nauðsynleg til að meðhöndla
sýkingar í búfé þá sé misnotkun
lyfjanna algeng í þeim tilgangi að
flýta fyrir og auka vöxt þeirra og að
koma í veg fyrir sýkingar í búfé sem
alið er við ófullnægjandi aðstæður og
mikil þrengsli.
Reglur ekki virtar
Stjórnvöld víða um heim, þar á
meðal Bandaríki Norður-Ameríku
og flest lönd í Evrópu, hafa bannað
að nota sýklalyf sem vaxtarörvandi
í landbúnaði en illa hefur gengið að
framfylgja því banni. Meginástæða
þess er að framleiðendur lyfjanna
og bændurnir sem þau nota segja
notkun þeirra nauðsynlega til að
fyrirbyggja sýkingar.
Illa hefur gengið að afla gagna um
raunverulega notkun á sýklalyfjum
í landbúnaði þar sem fjöldi landa
hvorki safnar upplýsingum um hana
eða gefur út tölur um notkunina.
Auk þess sem megnið af
tölum um notkun sýklalyfja í
landbúnaði eru taldar of lágar og
því ómarktækar.
Aukin notkun
Samkvæmt því sem segir í Nature
er Kína það land í heiminum sem
notar langmest af sýklalyfjum, í
tonnum talið, í landbúnaði. Brasilía,
Bandaríki Norður-Ameríku, Indland
og Austurríki fylgja svo í kjölfarið
ásamt Taílandi, Íran, Mexíkó,
Rússlandi og Pakistan. Áætlanir
gera ráð fyrir að notkun sýklalyfja
í landbúnaði eigi eftir að aukast í
öllum þessum löndum um 1 til 33%
til ársins 2030 að Íran undanskildu
þar sem notkunin er talin munu
dragast saman um 1%.
Nýir útreikningar benda til að
sýklalyfjanotkun í Afríku sé allt
að tvöfalt meiri en hingað til hefur
verið talið og 50% meiri í Asíu en
gefið hefur verið upp. /VH
UTAN ÚR HEIMI
Mikil notkun á sýklalyfjum í landbúnaði er talin vera meginástæða aukinnar bakteríusýkingar í mönnum sem ekki
er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum. Mynd / unsplach.com
Heimsmetabók Guinness hefur
gefið músinni Pat nafnbótina
langlífasta mús í umsjá fólks.
Pat fæddist á Náttúrulífsstofnun
dýragarðsins í San Diego þann 14.
júlí árið 2013 og er því á tíunda
ári. Þetta nagdýr er af tegund
Kyrrahafspyngjumúsa (e. Pacific
pocket mouse) sem um tíma
voru taldar aldauðar. Frá þessu er
greint á heimasíðu San Diego Zoo
Wildlife Alliance.
Músategundin er sú minnsta í
Norður-Ameríku. Nafnið draga þær
af pokum í kinnunum sem þær nota til
að bera fæðu og efni til óðalsgerðar.
Pyngjumýs voru áður algengar
á Kyrrahafsströndinni milli Los
Angeles og Tijuana, en eftir ágang
fólks á búsvæði músanna hrundi
stofninn árið 1932. Árið 1994 fannst
lítill og einangraður stofn í Orange
County eftir að mýsnar höfðu verið
taldar útdauðar í 20 ár. Síðan hafa
fundist tveir aðrir dýrastofnar sem eru
einangraðir frá hvor öðrum.
Náttúrufræðistofnunin byrjaði að
rækta mýs í haldi árið 2013 og árið
2016 var fyrstu músunum sleppt
á ný búsvæði til að fjölga hinum
einöngruðu stofnum. Árið 2017
skrásettu vísindamenn tilfelli þar
sem pyngjumýs hefðu fjölgað sér án
aðkomu fólks á þessum endurvöktu
búsvæðum, þar sem þær höfðu áður
þurrkast út. Pat fæddist þann 14. júlí á
fyrsta ári verkefnisins og var 9 ára og
209 daga þegar hann sló heimsmetið.
Á síðasta ári fæddust 117 ungar í 31
goti hjá náttúrufræðistofnuninni, sem
er mesti fjöldi frá upphafi. Næsta vor
mun stórum hluta þessara einstaklinga
verða sleppt lausum til að styðja við
uppgang tegundarinnar.
Við athöfn sem haldin var til
heiðurs Pat var yfirmanni verkefnisins
Debra Shier afhentur skjöldur frá
Guinness. Af því tilefni sagði hún að
stórar og smáar dýrategundir skiptu
miklu máli fyrir jafnvægi vistkerfisins.
Ekki væri rétt að horfa framhjá
pyngjumúsum, þrátt fyrir að þær væru
ekki stórfenglegar og gætu jafnvel
leynst í bakgörðum hjá fólki. Þeirra
framlag til vistkerfisins felst meðal
annars í því að dreifa plöntufræjum
og að lofta um jarðveginn með
gangnagreftri. /ÁL
Sýklalyf í landbúnaði:
Notkun eykst þrátt fyrir hættu á ónæmi
Pat var útnefndur langlífasta mús
sem ræktuð var í haldi fólks þegar
hann var 9 ára og 209 daga.
Mynd / San Diego Zoo Wildlife Alliance
Mús slær heimsmet í langlífi:
Örlítil mús öðlast stóran titil
Blendingsstofn af svínum, sem búin
voru til með æxlun ali- og villisvína
í Kanada um 1980, þykja almennt
betur gefin og úræðabetri en
foreldrarnir.
Ekki liðu mörg ár þar til nokkrum
af ofursvínunum var sleppt úr haldi
og hófu nýtt líf í náttúrunni og
eins og svína er siður fjölgaði þeim
hratt og útbreiðsla þeirra óx að
sama skapi.
Nú er svo komið að svínin eru
farin að leita yfir landamærin til
norðurríkja Bandaríkjanna þar
sem litið er á þau sem ólöglega
innflytjendur og ógn við náttúruna.
Upprunaleg hugmynd með að æxla
saman ali- og villtum svínum var
að ná fram stofni sem gæfi meira
af sér og þyldi betur kalt veðurfar í
Kanada. Eftir verðfall á svínakjöti
í landinu slepptu nokkrir bændur
svínunum sínum lausum með
þeim afleiðingum að þau urðu með
tímanum víða til vandræða.
Svínin er á bilinu 70 til 90 kíló
að þyngd, alætur og árásargjörn sé
að þeim veist. Auk þess sem þau
eru harðgerð og úrræðagóð þegar
kemur að því að leynast og því erfitt
að fækka þeim þar sem þau hafa á
annað borð komið sér fyrir. /VH
Blendingur ali- og villisvína:
Gáfuð ofursvín gera usla
Fiskeldisfyrirtækin segja að 40%
auðlindaskattur muni hamla
uppbyggingu og leiða til uppsagna,
en fyrirhugaður skattur er viðbót
við hefðbundinn fyrirtækjaskatt.
Norskur almenningur er
gagnrýninn á ofsatekjur örfárra
fjölskyldna í greininni.
Í september á síðasta ári kynntu
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra
hjá Arbeiterpartiet, og Tryggve
Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra
hjá Senterpartiet, skatt sem leggja
skuli á atvinnugreinar sem nýta
sameiginlegar auðlindir, þ.e. fiskeldi,
vatnsaflvirkjanir og vindorku.
Í kjölfarið féll hlutabréfaverð í
fiskeldisfyrirtækjum og hefur
hópuppsögnum verið hótað. Frá
þessu greinir E24.
Skattafrádráttur verður veittur
fyrir framleiðslu upp að fjögur til
fimm þúsund tonnum sem tryggir
sterkari samkeppnisstöðu minni aðila
á markaðnum. Áætlaðar skatttekjur
eru rúmir fimmtíu milljarðar íslenskra
króna á ári, sem munu deilast
jafnt á milli ríkis og sveitarfélags.
Skattinum var formlega komið á 1.
janúar síðastliðinn og munu fyrirtæki
þurfa að greiða 40 prósent af sínum
hagnaði, þó endanleg útfærsla verði
ekki tilbúin fyrr en í sumar, segir í
frétt E24.
Line Ellingsen, hjá Ellingsen
Seafood AS, segir í samtali við NRK
að skattur sem þessi komi í veg fyrir
nauðsynlega uppbyggingu. Nýlega
hefur fyrirtæki hennar byggt upp
sláturhús og seiðaeldisstöð fyrir
hátt í sex milljarða íslenskra króna
og segir hún að slík fjárfesting
hefði verið ómöguleg með skatti
sem þessum. Undanfarin ár hefur
gengið mjög vel í greininni, en inn
á milli komi slæm ár þar sem til
að mynda laxalús og þörungablómi
skemmi alla framleiðslu. Því
segir hún mikilvægt að fiskeldis-
fyrirtæki hafi borð fyrir báru. Árið
2018 var hagnaður fyrirtækisins
rúmir þrír milljarðar íslenskra
króna, sem var þriðjungur af
heildarveltu. Laun Line árið 2018
voru 170 milljónir króna.
Ola Braanaas hjá Firda
Seafood segir jafnframt í samtali
við NRK að með skattinum
muni samkeppnishæfni norskra
fiskeldisfyrirtækja veikjast. Hann
segir að frá árinu 2010 til 2020 hafi
markaðshlutdeild norsks eldislax á
heimsmarkaði dregist saman frá 65
prósent niður í 50 prósent.
Málsvarar auðlindaskattsins
segja að norska ríkið þurfi að
hugsa til framtíðar og koma sér
upp tekjugrunni sem tekur við þegar
olíuframleiðslan dregst saman. Þetta
sé einnig réttlætismál þar sem hafið
er sameign þjóðarinnar.
/ÁL
Noregur:
40% auðlindaskattur umdeildur
Sýklalyf eru notuð til að hraða vexti
eldisdýra. Mynd / thehumaneleague.org.