Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 33

Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 daglega vinnu til sumarhúsaeyjarinnar Anholt. Bóndinn, ásamt fjölskyldu- tengdum samstarfsmönnum, flugu á milli lands og eyjar á lítilli flugvél til að sækja vinnu. Ólíkt kollegum þeirra, sem sigldu og voru kallaðir „smiðirnir fljótandi“, fengu bóndinn og félagar viðurnefnið „smiðirnir fljúgandi“. Enn þann dag í dag sinna þeir árstíðabundinni smíðaþjónustu á Anholt ... úr lofti. Sonur bóndans er einnig smiður. Hann heitir Kasper Werther Tækker og býr ásamt fjölskyldu sinni og foreldrum á búgarðinum. Hann hafði frá fjölmörgu áhugaverðu að segja. Búgarðurinn sjálfur er um 40 hektarar, tæpur helmingur þess landsvæðis er gamall skógur sem þau nýta til eigin nota á sjálfbæran hátt. Hinn hluta landsins leigja þau nágrönnum sínum til hefðbundins búskapar. Gamla trésmíðaverkstæðið er yfirleitt kynnt með timburafgöngum en vindmylla (17 kW) sér fyrir kyndingu á heimahúsunum tveimur. Búið er að steypa sökkla undir fjórðu bygginguna sem á að hýsa stórviðarsögina. Kasper ætlar að reisa hana í frítíma sínum og gerir ráð fyrir að hún verði klár eftir tvö ár. Þessi uppbygging hefur alls ekki verið hrist fram úr erminni. Í gegnum tíðina tíðkaðist ekki að eyða um efni fram. Þegar áunnust umfram tekjur var lagt fyrir og svo var keyptur passlega stór tækjakostur í það skiptið fyrir afraksturinn. Skattalöggjöfin í Danmörku hvatti til þess. Hægt og bítandi stækkaði kosturinn og hefur nú yfir að geyma flugvél og fullkomna stórviðarsög svo fátt sé nefnt. Nýja húsið verður nær eingöngu smíðað úr timbri úr eigin skógi. Þegar timbur er heimafengið þarf ekki opinbert leyfi fyrir það þegar það er nýtt til eigin nota. Það er einfaldlega á ábyrgð landeigandans, sem í þessu tilviki eru handlagnir smiðir. Litlar sögunarmyllur Á stöku stað um Danmörku má finna bændur sem sinna sögun í smáum stíl. Einn slíkur, Peder Kristiansen, ákvað um fimmtugt að sölsa um, kaupa stórviðarsög og bjóða sögunarþjónustu án þess að vita nákvæmlega hvað hann var að fara út í. Hjónin eiga fimm hektara jörð þar sem þau rækta jólatré, epli og halda nokkrar kindur. Á hverjum degi hefur hann sagað nokkra boli á dag í tuttugu ár, aðallega degli. Helstu verkefnin hafa verið sérpantanir til sveitarfélaga og bændur í nágrenninu. Áður var Peder í ágætu starfi hjá hinu opinbera en sá lífsstíll sem hann lifir í dag á miklu betur við hann. Kollegi Peders tekur í sama streng. Søren Møller hefur nóg fyrir stafni allan ársins hring. Á haustin og veturna er hans helsta starf að grisja í skógi sínum auk þess sem hann framleiðir eldivið. Á hátíðum er töluvert um sérpantanir eins og á jólum og páskum. Á vorin og sumrin er mikil eftirspurn eftir smíðaviði í byggingar. Hans helstu viðskipti eru við fólkið í nágrenninu og hann tekur eftir því að það eitt og sér, að vera í nágrenninu, skipti miklu því fólk vill vita hvaðan timbrið er fengið, hafi það kost á því. Jótland fyrr og nú Fyrir öld, eða tveimur, vildu menn meina að ekki væri hægt að rækta skóg á jósku heiðunum. Jótland var of berskjaldað fyrir opnu hafi, sérstaklega til vesturs. Á þeim tíma þótti samtímamönnum sennilega sannleikskorn í því. Raunin er þó sú að stórir og vöxtulegir skógar vaxa víða og hefur sú stórfenglega auðlind veitt danskri þjóð skjól fyrir búskap og ekki síður timbur í hús og hita. Aragrúi góðs námsefnis og myndbanda má finna á heimasíðunni www.treprox.eu. Danskur beykiskógur við skógskólann í Eldrupgård. Wood-Mizer sög sem hentug er aftan í bíl til að flytja milli bæja. NT ryksugur HDS háþrýsti/hitadælur Hreinsibúnaður og vélar PGG rafstöðvar K háþrýstidælur HD háþrystidælur rafver.is - S: 581 2333 - rafver@rafver.is Bændablaðið kemur næst út 9. mars

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.