Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 44

Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Talið er að fyrstu rætur hafi komið fram fyrir ríflega 416 til 358 milljónum ára og að það hafi gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum á ólíkum tímum þróunarsögunnar og á ólíkum stöðum. Reyndar er það svo að plöntuleifar geymast illa og því minna til af þeim en steingerðum dýraleifum til að rannsaka. Ein tilgáta um þróun róta er á þá leið að einhverjar frumplöntur, sem flutu ofan við örþunnt jarðvegslag, hafi sent frá sér greinar niður á við og með tímanum hafi þær greinar vaxið ofan í jarðvegslagið og þróast í rætur. Þessi eiginleiki olli byltingu í eiginleika plantna til að draga til sín vatn og næringarefni úr jarðvegi og þróast til að lifa á landi. Rótarbjörgin Rannsóknir sýna að rætur á fyrstu þróunarstigum plantna skorti rótarbjörg en það er eins konar þykkildi eða hlíf á rótarendum nútímaplantna sem auðveldar þeim að smeygja sér um jarðveginn og inn í sprungur í leit að vatni og næringarefnum. Áður en lengra er haldið er rétt að minna á að til er fjöldi plantna sem ekki hafa eiginlegar rætur og eru þörungar, mosi og hálfmosar dæmi um það. Mosar hafa það sem kallast rætingar og eru þræðir sem halda þeir föstum en taka ekki upp vatn. Ræturnar sem fjallað er um hér eru því aðallega rætur háplantna. Hlutverk róta Auk þessa að taka upp vatn og næringarefni er það hlutverk róta að halda plöntum föstum í jarðveginum. Rætur eru því eins konar akkeri plantna. Þar sem um stór tré er að ræða er rótarkerfið yfirleitt viðamikið enda þarf öflugar rætur til að halda uppi stórum trjám. Ímyndið ykkur stærsta tré sem þið hafi séð og sjáið svo fyrir ykkur að helmingur til tveir þriðju krónunnar til viðbótar sé neðanjarðar og rótarkerfið. Ekki má heldur gleyma því að rætur binda jarðveginn og koma í veg fyrir að hann fjúki eða skoli burt. Allar plöntur þurfa næringu og margar þeirra taka það upp sem ólífræn steinefni úr jarðvegi með örsmáum rótarhárum. Fjöldi rótarhára getur verið mikill og auka þau yfirborð róta margfalt. Dulfrævingar eru loðnari á rótunum en berfrævingar og fæstar vatnaplöntur mynda rótarhár. Næringarefnunum sem plöntur taka upp í jarðvegi er oft skipt í aðalnæringarefnin þrjú, nitur, fosfór og kalí, þau sem plöntur þurfa minna af kalsíum, brennisteini og magnesíum og síðan snefilefni sem þær komast af með í litlu magni eins og járn, mangan, kopar, sink, bór, mólýbden, kóbalt og klór. Mest af því kalí sem plöntur taka til sín fer í rótarvöxt þeirra Rætur hafa einnig það hlutverk að geyma forða margra plantna eins og sumargrænna trjáa og ekki síst plantna sem mynda stólpa- eða forðarót. Vöxtur trjáróta á kaldtempruðu beltunum er mikill á haustin eftir að ofanjarðarvöxtur trjánna er hættur. Vöxtur róta sýnir að þær greina næringarefni og vatn í jarðvegi og vaxa í átt að því. Rótarvöxtur Þegar kemur að rótavexti er talað um frum- og síðvöxt sem á sér stað vegna vaxtarörvandi hormóns sem kallast auxín. Frumvöxturinn er fyrst og fremst lengdarvöxtur rótarinnar og á sér stað rétt aftan við rótarbjörgina en síðvöxturinn felst í því að rætur gildna. Hversu djúpt rætur vaxa fer eftir plöntutegundum og jarðvegsgerð. Í skógum með djúpum jarðvegi er ekki óalgengt að finna rætur niður á fimm metra en dæmi er um rætur á mun meira dýpi þar sem lítið er um vatn. Víðfeðmi trefjaróta getur einnig náð langt út fyrir ystu greinar stórra krónutrjáa. Mesta dýpt rótar sem mælst hefur er 68 metrar og það met á svokallað hirðingjatré, Boscia albitrunca, sem finnst í Kalaharí- Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is FRÆÐSLA Rætur eru yfirleitt, en ekki alltaf, neðanjarðar og sá hluti plantna sem síst er sjáanlegur og á sama tíma minnst rannsakaður. Plönturætur hafa margs konar hlutverki að gegna og gerð þeirra er fjölbreytileg. Rætur og aðrir hlutar plantna eru undirstaða fæðuframleiðslu í heiminum. Tré sem vaxa á fenjasvæðum eða þar sem gætir flóðs og fjöru hafa þróað með sér rætur sem vaxa upp á við og upp úr síblautum jarðveginum. Mynd / cifor.org Mesta dýpt rótar sem mælst hefur er 68 metrar og það met á svokallað hirðingjatré, Boscia albitrunca, sem finnst í Kalaharí-eyðimörkinni. Mynd / wikipedia.org Rætur að rekja Fyrsta rótin sem plöntur mynda kallast kímrót og af henni myndast svo eiginlegar rætur sem algengast er að skipta í trefja- eða stólparót. Mynd / sweetseeds.es Fyrir rúmum tíu árum var greint frá plöntu, Corydalis conorhiza, sem vex villt í Kákasusfjöllum og til fjalla í Tyrklandi, sem myndar eins konar snjórætur. Mynd / newscientist.com Loftrætur rifblöðku. Vaxi loftrætur niður í jarðveg verður starfsemi þeirra sú sama og annarra róta í jarðvegi. Mynd / mrhouseplant.com

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.